Árný Sigríður Baldvinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árný Sigríður Baldvinsdóttir húsfreyja fæddist 29. nóvember 1955 á Akranesi og lést 19. maí 1979.
Foreldrar hennar voru Baldvin Ingi Sigurður Árnason pípulagningamaður í Reykjavík, f. 25. maí 1929 á Ísafirði og kona hans, (skildu), Guðný Soffía Valentínusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 20. október 1935 í Reykjavík, d. 24. júlí 1969.

Þau Jónatan fluttu til Eyja 1972 og giftu sig. Þau fluttust til Svíþjóðar 1973, eignuðust Steinunni þar. Þau voru í Svíþjóð nær tvö ár, en fluttust þá til Reykjavíkur. Þar fæddist Brynjúlfur 1977.
Árný lést 1979.

I. Maður Árnýjar, (1972), var Jónatan Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 11. mars 1954, d. 17. mars 1984.
Börn þeirra:
1. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, doktorsnemi í Kanada, f. 20. september 1973 í Svíþjóð.
2. Brynjúlfur Jónatansson íþróttafræðingur, verslunarmaður, leiðsögumaður, f. 1. janúar 1977 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjálmar.
  • Íslendingabók.is.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.