Árný Einarsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2013 kl. 15:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2013 kl. 15:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Árný Einarsdóttir húsfreyja í Norðurgarði.'' '''Árný Einarsdóttir''' húsfreyja í Norðurgarði fæddist 22. ap...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Árný Einarsdóttir húsfreyja í Norðurgarði.

Árný Einarsdóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 22. apríl 1865 að Hlíð undir Eyjafjöllum og lést 9. ágúst 1938.

Faðir Árnýjar var Einar bóndi á Minniborg undir Eyjafjöllum 1835, f. 3. júní 1796 í Dalskoti í Stóra-Dalssókn, d. 30. janúar 1869, Pétursson bónda á Hjáleigusöndum og Lambhúshól undir Eyjafjöllum, f. 1759, d. 7. júlí 1841, Erlendssonar bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð, f. 1713, Eiríkssonar og konu Erlendar á Barkarstöðum, Ingveldar húsfreyju, f. 1716, Nikulásdóttur.
Móðir Einars Péturssonar á Minniborg og kona Péturs var Margrét húsfreyja, f. 1769 í Rimakoti í A-Landeyjum, d. 24. september 1825, Jónsdóttir bónda á Söndum, f. 1741, Einarssonar og konu Jóns, Guðrúnar húsfreyju Jónsdóttur, f. 1740.

Kona Einars á Minniborg og móðir Árnýjar í Norðurgarði var Margrét húsfreyja í Bakkakoti 1860, f. 1830 í Pétursey í Mýrdal, d. 16. ágúst 1868, Loftsdóttir bónda í Holti í Mýrdal, f. 22. febrúar 1791 í Keldudal í Mýrdal, d. 19. apríl 1856 í Hjörleifshöfða, Guðmundssonar bónda á Meðalfelli í Kjós 1781, en síðan í Holti og víðar í V-Skaft., f. 1744, d. 15. september 1805 í Holti, Loftssonar, og seinni konu Guðmundar Loftssonar, Ástríðar húsfreyju, f. 1762 á Breiðabólsstöðum í Reykholtsdal, d. 30. ágúst 1833 í Holti í Mýrdal, Pálsdóttur.
Móðir Margrétar í Bakkakoti og barnsmóðir Lofts í Holti var Bjarghildur vinnukona víða í Mýrdal, síðast niðursetningur í Ytri-Skógum þar, f. 1800, d. 10. júlí 1856, Oddsdóttir.

Árný fluttist til Eyja 1888 frá Hlíð undir Eyjafjöllum.
Maður hennar (1892) var Einar Jónsson bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859, d. 8. ágúst 1973.

Börn Einars og Árnýjar voru:
1. Einar, fæddur 15. september 1892, d. 21. mars 1967.
2. Sigurður, fæddur 16. júní 1895, hrapaði til bana í Geirfuglaskeri 1. júní 1929.
3. Ingiríður, fædd 6. febrúar 1902, dáinn 30. ágúst 1981.
4. Guðbjörg, fædd 21. desember 1905, d. 12. ágúst 1972.


Heimildir

  • Árni Árnason símritari.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.