Ármann Höskuldsson (sjúkraflutningamaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ármann Höskuldsson fæddist í Vestmannaeyjum þann 20. október 1977 og lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 23. apríl 2023.

Ármann Höskuldsson

Hann var sonur hjónanna Sigurleifar Guðfinnsdóttur f.18. nóvember 1956 frá Vestmannaeyjum og Höskuldar Rafns Kárasonar frá Siglufirði f.12. maí 1950, d. 31. maí 2008.

Sigurleif og Höskuldur eignuðust tvo drengi saman þá Ármann og Jónas f. 13. mars 1988. Samfeðra systkini Ármanns eru Guðrún Sonja f. 17. febrúar 1969 og Kári f. 26. september 1973.

Ármann starfaði lengst af sem sjúkraflutningamaður og yfirmaður sjúkraflutninga og var yfirleiðbeinandi fyrstu hjálpar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu en starfaði auk þess sem lögregluþjónn, framkvæmdastjóri, sölustjóri, í aðhlynningu, í liðveislu og fiskvinnslu. En auk þess var hann öflugur sjálfboðaliði í ýmis konar félagsstarfi eins og skátastarfi, íþróttastarfi, björgunarsveitarstarfi, hjá Rauða krossinum og víðar.

Ármann kvæntist Bjarnheiði Hauksdóttur f. 1. nóv. 1980 þann 29.ágúst 2009. Börn þeirra eru Perla Dís f. 17. nóvember 2008 og Eydís Björk f. 27. júlí 2016. Elsta dóttir Ármanns er Jóna Lára f. 22. maí 2000 sem hann átti með barnsmóður sinni Rakel Guðmundsdóttur f. 3. júlí 1979.

Ármann hlaut heiðursmerki frá Bandalagi íslenskra skáta, Þórshamar úr bronsi, sem veitist þeim skáta sem unnið hefur skátahreyfingunni sérlega mikið gagn og starfað af dugnaði og fórnfýsi.