Álka

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2006 kl. 13:10 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2006 kl. 13:10 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Álka (Alca torda)

  • Lengd: 37-45 cm.
  • Fluglag: Álkan teygir hausinn fram á flugi og á sundi sperrir hún stélið oftast upp. Vængir hennar henta betur til sunds en flugs
  • Fæða: Fiskur og fiskmeti.
  • Varpstöðvar: Einkum í björgum og urðum undir þeim. Á vetrum heldur álkan sig í smáhópum úti á hafi. Stærsta álkubyggð í heimi er við Látrabjarg.
  • Hreiður: Urðir og skútar; gerir sér ekki hreiður.
  • Egg: Eitt egg, hvítt, grænleitt eða brúnleitt, með dökkum flikrum.
  • Heimkynni: Við norðanvert Atlantshaf, einnig við Eystrasalt. Margar fara suður til eyjanna norður af Skotlandi á vetrum.


Álkan er af svartfuglaætt. Höfuðið er stórt, hálsinn stuttur og búkurinn frekar kubbslegur, bæði standandi og á sundi, þó er álkan afbragðssundfugl eins og flestir svartfuglar. Nefið er klumbulegt með hvítum þverrákum og hvítum taumi framan við augu. Hún er um 37-45 cm að lengd, 450-1000 grömm að þyngd og vænghafið er 60 cm.

Fæða hennar samanstendur af fiskum og hryggleysingjum. Sandsílið er mikilvæg fæðutegund sem og loðna svo dæmi séu tekin, en af hryggleysingjum má nefna ljósátu, burstaorma og rækjur. Álkan hefst við í sjávarbjörgum í nábýli við langvíu, stuttnefju og ritu. Hana er m.a. oft að finna í grjóturðum undir björgunum. Hún heldur sig á sjó umhverfis landið yfir veturinn og hluti stofnsins leitar í Norðursjó. Þegar tekur að vora safnast álkurnar saman á sjóinn fyrir neðan bjargið þar sem þær verpa. Átök í björgunum eru fátíð, en hótanir, áminningar og nöldur þeim mun algengara.

Pörin koma sér fyrir á syllum eða í urðum og varpið hefst seinnipartinn í maí. Álkan verpir aðeins einu eggi. Eggin eru perulaga, sem minnkar líkurnar á því að þau velti fram af syllunni og þau eru margvísleg á lit, það hjálpar fuglunum að rata á sitt egg. Eftir u.þ.b. mánuð klekst eggið út og tæpum mánuði seinna skellir unginn sér í sjóinn. Unginn fer svo út á rúmsjó og heldur sig á sjónum í 2-3 ár, en þá verður hann kynþroska. Þá snýr hann aftur í björgin og í þetta sinn í hlutverki foreldris. Nytjar af álku eru eggjataka og einnig er fuglinn skotinn á sjó.