Ágústa Pétursdóttir (Laugardal)

From Heimaslóð
Revision as of 11:05, 2 February 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ágústa Pétursdóttir (Laugardal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ágústa Pétursdóttir frá Laugardal, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður fæddist 3. febrúar 1943.
Foreldrar hennar voru Pétur Þorbjörn Þorbjörnsson skipstjóri, f. 25. október 1922 í Reykjavík, d. 8. júní 2006 og Sigríður Eyjólfsdóttir frá Laugardal, húsfreyja, f. þar 16. desember 1922, d. 25. október 1994.
Fósturforeldrar Ágústu voru móðurforeldrar hennar Eyjólfur Sigurðsson frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, formaður, smiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, drukknaði 31. desember 1957, og kona hans Nikólína Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund þar, húsfreyja, f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973.

Börn Sigríðar og Péturs:
1. Ágústa Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943 í Laugardal. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Laugardal. Maður hennar Sigurður Helgason.
2. Eyjólfur Þorbjörn Pétursson skipstjóri, f. 4. nóvember 1946 í Laugardal. Kona hans Ingveldur Gísladóttir.
3. Líney Björg Pétursdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1948. Maður hennar Kristinn Sigmarsson.
4. Pétur Örn Pétursson vélvirki, f. 30. janúar 1951. Kona hans Ólöf K. Guðbjartsdóttir.

Ágústa var með fósturforeldrum sínum í æsku.
Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960.
Hún vann við fiskiðnað og síðar í eldhúsinu á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Þau Sigurður hófu búskap 1961, giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ólafsfirði, en fluttu til Sauðárkróks 1988 og búa þar í Brennihlíð 2.

I. Maður Ágústu, (26. desember 1968), er Sigurður Helgason frá Ólafsfirði, sjómaður, vélvirki, verkstjóri, f. þar 3. júní 1941. Foreldrar hans voru Helgi Gíslason sjómaður, f. 7. febrúar 1913, d. 9. september 1997 og kona hans Sigríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 16. október 1913, d. 7. ágúst 2009.
Börn þeirra:
1. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, starfsmaður í Sunnuhlíð í Kópavogi, f. 18. desember 1968. Fyrrum maður hennar Einar Svansson. Sambúðarmaður hennar Þorsteinn Óskar Ármannsson Guðmundssonar.
2. Helga Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, kennari á Sauðárkróki, f. 20. september 1964. Maður hennar Alfreð Guðmundsson.
3. Eyjólfur Sigurðsson tannlæknir á Sauðárkróki, f. 9. júní 1968. Kona hans Íris Helma Ómarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.