Ágústa Guðmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ágústa Guðmarsdóttir.

Ágústa Guðmarsdótir sjúkraþjálfari fæddist 4. júní 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Guðmar Tómasson frá Tommahúsi við Faxastíg 13, skipstjóri, f. 6. apríl 1933, d. 25. júlí 1967, og kona hans Sigríður Lárusdóttir frá Kirkjuhvammi við Kirkjuveg 43, húsfreyja, bankafulltrúi, f. 23. janúar 1936, d. 10. ágúst 2021.

Börn Sigríðar og Guðmars:
1. Ágústa Guðmarsdóttir, f. 4. júní 1958. Maður hennar Gísli Gíslason.
2. Tómas Guðmarsson, f. 9. nóvember 1959. Kona hans er Erla Helgadóttir.
3. Lárus Bergþór Guðmarsson, f. 16. október 1963.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun í H.Í. 1983, framghaldsnámi í fyrirbyggjandi sjúkraþjálfun í Sjúkraþjálfaraháskólanum í Ósló 1990. Hún sótti námskeiðið Brautargengi á vegum Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar frá nóvember 1977 til febrúar 1999.
Ágústa vann á Landspítalanum júní-desember 1983, var leiðbeinandi í líkamsrækt frá ágúst 1984 til ágúst 1985, sjúkraþjálfari á sérdeild Hlíðaskóla 1985-1987, stundakennari í Fjölbrautarskólanum í Ármúla 1984-1986, lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun (afleysing) 1987-1988, sjúkraþjálfari við Greiningarstöð fyrir fötluð börn í Noregi (Berg Gård) 1989-1990, starfsmannasjúkraþjálfari í Sjúkrahúsi Reykjavíkur frá 1991-1997, sjúkraþjálfari hjá Heilsugæslunni í Rvk frá 1996. Ágústa var stundakennari á Námsbraut í sjúkraþjálfun frá 1991, stundakennari í sjúkraþjálfun á námsbraut í hjúkrun 1991-1997 og í K.H.Í., þroskaþjálfaskor, 1985-1987 og frá 1998. Hún var sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1997-1999, vann við verkefni á sviði vinnuverndar í fyrirtækjum 1991-1999. Hún hefur staðið fyrir námskeiðum í ungbarnasundi frá 1991, stofnaði fyrirtækið Átak – Heilsuvernd í september 1999.
Ágústa sat í fræðslunefnd FÍSÞ 1985-1987, sat í stjórn félagsins 1992-1996, þar af gjaldkeri frá 1993.
Rit:
1) Er annar höfundur bókarinnar Vinnutækni við umönnun. Útgefandi Borgarspítalinn og Vinnueftirlit ríkisins, 1995.
2) Meðhöfundur að skýrslunni: Skólahúsgögn til framtíðar – niðurstöður starfshóps , útgefið af Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, mars 1999.
3) Hefur ritað ýmsar greinar í Félagsmiðil síðustu ár um forvarnastarf innan sjúkraþjálfunar (1991-1996).
4) Heilsuefling frá sjónarhóli vinnuverndar og sjúkraþjálfunar, heilbrigðisskýrslur. Fylgirit nr. 2, Heilsuefling, Landlæknisembættið í mars 1996.
5) Meðhöfundur að bæklingnum: Barnið og skólataskan. Heilsugæslan í Reykjavík, 1999.

I. Maður Ágústu, (30. september 1980), er Gísli Gíslason jarðfræðingur, landslagsarkitekt, f. 26. febrúar 1958. Foreldrar hans Gísli Ólafsson járnsmiður, húsvörður, f. 21. apríl 1929, d. 2. maí 1991 og Sigrún Þorsteinsdóttir, f. 18. desember 1931, d. 28. apríl 2012.
Þau bjuggu í Steinsholti í Ásahreppi, Rang. frá árinu 2000.
Börn þeirra:
1. Guðmar Gíslason, kerfisfræðingur, f. 1. júní 1979. Sambúðarkona hans Bríet Konráðsdóttir.
2. Berglind Gísladóttir, líffræðingur, f. 8. júlí 1981. Maður hennar Hlynur Ingi Rúnarsson.
3. Steinþór Gíslason, verkfræðingur, f. 27. desember 1983. Sambúðarkona hans Alda Halldórsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. maí 2012. Minning Sigrúnar Þorsteinsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.