Ágústa Guðjónsdóttir (kennari)

From Heimaslóð
Revision as of 14:51, 14 June 2023 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ágústa Guðjónsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ágústa Guðjóna Guðjónsdóttir.

Ágústa Guðjóna Guðjónsdóttir kennari fæddist 17. september 1926 á Suðureyri í Súgandafirði og lést 9. apríl 2003.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jóhannsson skósmiður, sjómaður, bátasmiður, síðar í Kópavogi, f. 20. júní 1891, d. 21. júlí 1976, og kona hans Guðjóna Ágústa Bjarnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1893, d. 11. október 1962.

Ágústa lauk kennaraprófi 1951.
Hún var kennari í barnaskólanum á Búðum í Fáskrúðsfirði 1951-1952 og í Barnaskólanum í Eyjum frá 1952-1954, var stundakennari í Miðbæjaskólanum og Laugarnesskólanum 1954-1956, kennari í barnaskóla í Reykjavík 1956-1958, á Vatnsleysuströnd 1959-1961, barnaskólanum og unglingaskólanum í Njarðvík 1961-1963, Barnaskóla Seltjarnarness 1963-1966, Barnaskólanum í Ytri-Njarðvík 1967, Barnaskólanum í Ólafsfirði 1968-1969, Barna- og unglingaskóla Þorlákshafnar 1969-1972.
Ágústa lést 2003, ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.