Ágúst Birgisson (lögreglumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2022 kl. 17:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2022 kl. 17:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ágúst Birgisson.

Ágúst Birgisson rafvirki, lögreglumaður fæddist 19. september 1950.
Foreldrar hans voru Kári Birgir Sigurðsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 3. desember 1931, d. 30. júní 2021, og kona hans Jóna Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 7. október 1931, d. 11. apríl 2019.

Börn Jónu og Kára Birgis:
1. Ágúst Birgisson lögreglumaður, f. 19. september 1950. Fyrrum kona hans Jóhanna Gísladóttir. Kona hans Sigrún Ólafsdóttir.
2. Kristján Birgisson sjómaður, vélstjóri, f. 20. maí 1952. Kona hans Bjarney María Gústavsdóttir Sigurjónssonar.
3. Aðalheiður Birgisdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 24. febrúar 1959. Maður hennar Angantýr Agnarsson Angantýssonar.

Ágúst lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1975. Meistari var Bogi Jóhannsson. Hann nam í Lögregluskóla ríkisins.
Ágúst starfaði að iðn sinni, var sjómaður og verkamaður, síðan lögreglumaður frá 1992-2015.
Þau Jóhanna giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 3 við Gosið 1972, síðar við Áshamar 48. Þau skildu 1996.

I. Kona Ágústs, (1970, skildu), er Jóhanna Gísladóttir húsfreyja, f. 14. júní 1951 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Birgir Ísfeld Ágústsson flugmaður, sölumaður, býr í Bandaríkjunum, f. 18. febrúar 1970.
2. Gísli Friðrik Ágústsson, nú Hrefna Jóna Ágústsdóttir ljósmyndari, f. 18. júní 1976. Maki hennar Bára Halldórsdóttir.
3. Hlynur Ágústsson sjómaður, f. 22. mars 1982. Sambýliskona Ingibjörg Ósk Þórðardóttir Svanssonar.

II. Síðari kona Ágústs, (25. ágúst 2002), er Sigrún Ólafsdóttir úr Reykjavík, kennari, f. 13. mars 1962. Foreldrar hennar voru Ólafur Marinósson bryti, f. 13. nóvember 1933, d. 29. september 2010, og kona hans Anne Lise Jansen, f. 23. apríl 1939, d. 10. apríl 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ágúst.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.