Ásta Arnþórsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásta Arnþórsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Marselína Ásta Arnþórsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 26. apríl 1952 á Sjúkrahúsinu, skírð í Garðshorni í Köldukinn, S.-Þing.
Foreldrar hennar voru Arnþór Guðmundsson sjómaður, bóndi, verkamaður, umsjónarmaður frá Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda, f. 8. júlí 1916, d. 21. mars 2007, og kona hans María Helga Hauksdóttir húsfreyja, verkakona, f. 29. janúar 1924 í Garðshorni í Köldukinn, d. 3. júlí 2007.

Ásta varð gagnfræðingur á Akureyri 1969, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1974.
Hún var hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild Landspítalans júlí 1974-október 1974 og mars-september 1975, á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði júní-ágúst 1976, mars -júlí 1977 og frá nóvember 1977-1978.
Ásta eignaðist barn með Einari 1970.
Þau Birgir giftu sig 1974, eignuðust tvö börn og Birgir fóstraði barn Ástu. Þau búa í Svíþjóð.

I. Barnsfaðir Ástu er Einar Gunnarsson, f. 4. september 1951.
Barn þeirra:
1. Inga María Einarsdóttir Svantesson viðskiptafræðingur, f. 1. apríl 1970.

II. Maður Ástu, (22. júní 1974), er Birgir Jakobsson læknir, f. 21. mars 1948. Foreldrar hans Jakob Jakobsson Tryggvason kaupmaður, síðar fulltrúi hjá Pósti og síma í Reykjavík, f. 10. mars 1925, d. 17. júní 2012, og Ragnheiður Jónsdóttir læknaritari, f. 25. desember 1924, d. 6. apríl 1998.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Birgisdóttir lögfræðingur, f. 17. mars 1974. Maður hennar Jean-Manuel Roubineau.
2. Arnþór Birgisson tónlistarmaður, f. 12. febrúar 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.