Óskar Jónsson (útgerðarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2021 kl. 16:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2021 kl. 16:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Jónsson.

Óskar Jónsson útgerðarmaður, útgerðarstjóri fæddist 4. desember 1906 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum og lést 8. desember 1988.
Foreldrar hans voru Jón Guðnason bóndi, bátsformaður, f. 27. apríl 1864 í Hallgeirseyjarhjáleigu, d. 26. mars 1918, og kona hans Elín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1866 á Vindási í Hvolhreppi, Rang., d. 5. júní 1956.

Óskar var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hans lést, er Óskar var á tólfta árinu. Hann var vinnumaður í Hallgeirsey 1920 og 1934, en hafði sótt vertíðir í Eyjum, er hann flutti til Eyja 1934.
Óskar var vertíðarmaður hjá Jóni í Hlíð. Hann varð útgerðarmaður, átti hlut í Sjöfn og Kára og varð útgerðarstjóri.
Síðar vann hann hjá Neti hf..
Óskar var einn af stofnendum og ábyrgðarmönnum Sparisjóðs Vestmannaeyja.
Þau Ásta giftu sig 1934, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hlíð, þá á Rafnseyri við Vestmannabraut 15, byggðu húsið við Sólhlíð 6 ásamt Kapitólu systur Ástu og manni hennar Jóni Þorleifssyni og bjuggu þar síðan.
Ásta lést 1986 og Óskar 1988.

ctr
Ásta frá Hlíð og Óskar.

I. Kona Óskars, (1. desember 1934), var Ásta Jónsdóttir frá Hlíð, húsfreyja, f. 25. júlí 1911, d. 12. febrúar 1986.
Börn þeirra:
1. Guðrún Lísa Óskarsdóttir kennari, f. 1. janúar 1936 í Hlíð.
2. Þórunn Ólý Óskarsdóttir félagsfræðingur, f. 11. nóvember 1947 í Sólhlíð 6.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.