Ásdís Ástþórsdóttir (Sóla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2022 kl. 11:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2022 kl. 11:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ásdís Munda Ástþórsdóttir frá Sóla við Ásaveg 11, húsfreyja, verslunarkona, skrifstofumaður fæddist 20. desember 1941.
Foreldrar hennar voru Ástþór Matthíasson lögfræðingur, verksmiðjurekandi, f. 29. nóvember 1899 á Seyðisfirði, d. 7. desember 1970, og kona hans Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen húsfreyja, f. 22. nóvember 1904, d. 2. september 1990.

Börn Sigríðar og Ástþórs:
1. Gísli Johnsen Ástþórsson blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, teiknari, f. 5. apríl 1923 í Reykjavík, d. 25. ágúst 2012. Kona hans Guðný Sigurgísladóttir, látin.
2. Sigríður Erna Ástþórsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1924 í Reykjavík, d. 11. nóvember 1979. Maður hennar Jón Ragnar Stefánsson, látinn.
3. Matthías Ástþórsson myndlistarmaður, f. 10. júní 1926, d. 20. apríl 1988. Kona hans Musse W. Ástþórsson.
4. Þór Ástþórsson rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002. Kona hans Marlaug Einarsdóttir.
5. Ásgeir Ástþórsson, f. 11. mars 1937 á Sóla, d. 23. október 1937.
6. Ásdís Munda Ástþórsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. desember 1941 á Sóla. Maður hennar Sigfús Helgi Scheving Karlsson.

Ásdís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við afgreiðslu í Apótekinu og við fiskiðnað. Eftir flutning til Reykjavíkur 1958 vann hún á skrifstofu Lyfju í Hafnarfirði. Þau Helgi ráku fataframleiðslu í fyrirtækinu Ylur um skeið
Þau giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, Hafnarfirði og búa nú í Kópavogi.

Maður Ásdísar, (6. maí 1960), er Sigfús Helgi Scheving Karlsson frá Víðidal, markaðsfræðingur, skrifstofumaður, f. 30. apríl 1940 á Þrúðvangi við Skólaveg 22.
Börn þeirra:
1. Hlynur Helgason myndlistamaður, listfræðingur, dósent, f. 15. október 1961. Fyrrum kona hans Hervör Alma Árnadóttir. Kona hans Sigríður D. Þorvaldsdóttir.
2. Linda Björk Helgadóttir læknir í Ósló, f. 25. maí 1964. Fyrrum maður hennar Gissur Pálsson. Maður hennar Tom Kléven.
3. Ástþór Helgason gullsmiður, f. 1. febrúar 1975. Kona hans Bryndís Hjálmarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.