Þorleifur Jónsson (verkamaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorleifur Jónsson frá Búlandsseli í Skaftártungu, V-Skaft., verkamaður fæddist þar 23. júlí 1890 og lést 11. ágúst 1961 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Þorleifsson bóndi, f. 12. júli 1854 í Búlandsseli, d. 11. júní 1900 í Skál á Síðu, og kona hans Björg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1854 á Svartanúpi í Skaftártungu, d. 19. febrúar 1941 í Reykjavík.

Þorleifur var með foreldrum sínum í Búlandsseli til 1894, í Skál 1894-1909. Hann var vinnumaður í Skaftárdal 1909-1915, á Prestbakka 1915-1916, , á Hörgslandi 1916-1918, í Skaftárdal 1918-1920, í Hjörleifshöfða 1920-1923, á Hörgslandi 1923-1924, á Hunkubökkum 1924-1925, á Keldunúpi 1925-1926.
Þau Gróa giftu sig 1926, eignuðust ekki börn. Þau voru á Á á Síðu 1926-1929, hann lausamaður.
Þau fluttu til Eyja 1929 og bjuggu þar síðan, í Skógum við Bessastíg 8 1930, á Herjólfsgötu 5 1934 og síðan.
Þorleifur lést 1961 og Gróa 1963.

I. Kona Þorleifs, (19. nóvember 1926), var Gróa Jóhannsdóttir frá Voðmúlastaðahjáleigu í A-Landeyjum, vinnukona, húsfreyja, f. 23. febrúar 1873, d. 5. júlí 1963.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.