Sigríður Jónína Sigurðardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Jónína Sigurðardóttir (einnig Jóna) húsfreyja á Brekastíg 30 (Hofsstöðum) fæddist 23. september 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði og lést 30. desember 1977.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, sjómaður og smiður, síðar í Akurey, f. 25. janúar 1865, d. 8. desember 1914, og kona hans Hildur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1862, d. 8. mars 1923.

Börn Hildar og Sigurðar voru:
1. Sigríður Jónína Sigurðardóttir, f. 22. september 1890, nýfædd hjá þeim í Nýborg 1890, tveggja ára þar með þeim 1892, 5 ára með Hildi í Vanangri 1895, dó 15. febrúar 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði.
2. Jóhann Ólafur Sigurðsson, f. 11. janúar 1892. Hann var gefinn til Færeyja 1899, 7 ára, fór frá Nesi í Norðfirði samtímis Stefáni Péturssyni.
3. Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 23, f. 22. febrúar 1895, d. 9. júní 1948.
4. Jónína Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 30, (Hofsstöðum), f. 29. júlí 1897 á Norðfirði, d. 25. nóvember 1978.
5. Sigríður Jónína Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 30, (Hofsstöðum), f. 23. september 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði, d. 30. desember 1977.
6. Guðrún Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. apríl 1900, d. 16. ágúst 1993.
7. Engilbert Ottó Sigurðsson, f. 16. október 1901, d. 5. maí 1930.
8. Alfons Halldór Sigurðsson, f. 2. mars 1904, d. 2. desember 1927.

Sigríður var með foreldum sínum á Norðfirði 1901 og fluttist með þeim frá Mjóafirði til Eyja 1902.
Hún var tökubarn í Klöpp hjá Sigurbjörgu föðursystur sinni 1906-1912, vinnukona þar 1916 og enn 1928.
Hún eignaðist Alfons Halldór í Klöpp 1928 með Björgvin giftum sjómanni, þá á Heiði.
Hún bjó á Brekastíg 30 1930 með barnið, var bústýra hjá Kristjáni Ingimundarsyni í Klöpp 1934 og enn 1945, var verkakona þar 1949 með Alfons syni sínum, málara.
Sigríður bjó á Sólheimum 1972, fluttist til Reykjavíkur, bjó síðast á Hverfisgötu 42. Hún lést 1977.

Barnsfaðir Sigríðar var Helgi Björgvin Magnússon sjómaður, f. 26. janúar 1900, d. 25. október 1995.
Barn þeirra var
1. Alfons Halldór Björgvinsson vélvirki, járnsmiður, f. 7. febrúar 1928, d. 15. ágúst 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.