Mynd:Hús þetta byggði Stefán Gíslason SDBL. 1987.jpg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Upphafleg skrá(3.437 × 2.359 mynddílar, skráarstærð: 595 KB, MIME-gerð: image/jpeg)

Hús þetta byggði Stefán Gíslason frá Ási árið 1903, og hafði þar útsölu á brauðum. sem hann bakaði heima í kjallaranum að Ási, og gekk þá húsið undir nafninu „Brauðsölubúðin“. Árið 1911 var sími lagður til Eyja, var þá hús þetta gert að símstöð. 1913 fór Egill Jakobsne frá Reykjavík að selja þar vefnaðarvöru í nokkur ár. Þá mun annar kaupmaður hafa verslað þarna um stuttan tíma. Eftir það starfaði Baldvin Björnsson, gullsmiður, í þessu húsi stuttan tíma. Hinn landskunni athafnamaður Einar Sigurðsson frá Heiði, Vestmannaeyjum, hóf sína starfsemi í þessu húsi árið 1924 með verslun sem hann rak þar í nokkur ár og kallaði hana Boston og festist það nafn við húsið til endaloka þess rétt fyrir gos þegar það var rifið. Gísli Stefánsson sonur byggjandans verslaði þar um stuttan tíma, sá síðasti sem þar starfaði. Hús þetta stóð efst að vestanverðu við Formannabraut, sem var beint upp af Bæjarbryggjunni. Myndina málaði Ólafur Á. Kristjánsson.

Breytingaskrá skjals

Smelltu á dagsetningu eða tímasetningu til að sjá hvernig hún leit þá út.

Dagsetning/TímiSmámyndVíddirNotandiAthugasemd
núverandi14. ágúst 2018 kl. 15:08Smámynd útgáfunnar frá 14. ágúst 2018, kl. 15:083.437 × 2.359 (595 KB)Vpj1985 (spjall | framlög)

Lýsigögn