Mynd:Blik 1967 14.jpg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Upphafleg skrá(640 × 918 mynddílar, skráarstærð: 55 KB, MIME-gerð: image/jpeg)

Kristmundur Árnason frá Vilborgarstöðum.

Mynd þessi er tekin vestur í Chicago 1896. Kristmundur fæddist að Vilborgarstöðum 2. júní 1864 og ólst þar upp í Austurbænum hjá foreldrum sínum. Hann vann þeim öll uppvaxtarárin kauplaust og var þeim stoð og stytta eftir að eldri börn hjónanna voru ,,flogin úr hreiðrinu". Vegna þessa ánafnaði Árni Einarsson, faðir hans, honum 5 hundruðin sín í jörðinni Hallgeirsey í Krosssókn í Landeyjum 24. jan. 1885. - Kristmundur Árnason var barnakennari í heimabyggð sinni veturinn 1882-1883. (Sjá Blik 1962, bls. 85). Hann fór til Ameríku fyrir aldamót. Þar dvaldist hann ýmist í Chicago, Los Angeles eða West-Selkirk, lengst af þó í Los Angeles. Þar giftist hann um aldamótin. Konan var heilsulítil og heimilisaðstæður erfiðar. Ekki er mér kunnugt, hvenær Kristmundur lézt. Hann kom heim til Eyja snögga ferð haustið 1907. Annars stundaði hann iðnaðarstörf vestan hafs.

Kristmundur Árnason var á lífi 1914.

Myndin Kemur fram í Blik 1967 á blaðsíðu 14 í greininni: II. Árni Meðhjálpari Einarsson


Breytingaskrá skjals

Smelltu á dagsetningu eða tímasetningu til að sjá hvernig hún leit þá út.

Dagsetning/TímiSmámyndVíddirNotandiAthugasemd
núverandi12. júlí 2007 kl. 09:02Smámynd útgáfunnar frá 12. júlí 2007, kl. 09:02640 × 918 (55 KB)Dadi (spjall | framlög)Kristmundur Arnason frá Vilborgarstöðum. Mynd þessi er tekin vestur í Chicago 1896. Kristmundur fæddist að Vilborg¬arstöðum 2. júní 1864 og ólst þar upp í Austurbænum hjá foreldrum sínum. Hann vann þeim öll uppvaxtarárin kauplaust og

Það eru engar síður sem nota þessa skrá.