Margrét Magnúsdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Magnúsdóttir vinnukona fæddist 3. nóvember 1812 í Kornhól og lést 16. maí 1866 á Kjaransstöðum á Skipaskaga í Borg.
Foreldrar hennar voru Magnús Ólafsson Bergmann verslunarstjóri í Garðinum, f. 1774, d. 18. ágúst 1848, og kona hans Þórunn Teitsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1776, d. 14. ágúst 1830.

Margrét var með fjölskyldu sinni í Kornhól og á Gjábakka, síðast 1816. Hún finnst ekki með þeim síðan í Eyjum né finnst hún í húsvitjanaskrá Ofanleitissóknar. Hún var ekki með þeim við flutning þeirra að Skildinganesi 1823.
Hún var vinnukona hjá Birni Olsen föðurbróður sínum á Þingeyrarklaustri 1835, en þar var faðir hennar einnig í dvöl, „útslitinn“ .
Vinnukona hjá Guðríði systur sinni var hún næstu áratugi, í Grindavík 1840, í Miklaholti til 1864.
Hún fluttist til Guðrúnar systur sinnar að Læk í Melasveit 1864, þaðan að Kjaransstöðum á Skipaskaga og lést þar 16. maí 1866.
Margrét var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.