Magnús Kristinsson (útgerðarmaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Magnús Kristinsson frá Tungu við Heimagötu 4, framkvæmdastjóri, útgerðarmaður, félagsmálamaður fæddist 3. desember 1950 í Eyjum.
Foreldrar hans Kristinn Pálsson frá Þingholti, skipstjóri, útgerðarmaður, kjörfaðir Magnúsar, f. 20. ágúst 1926, d. 4. október 2000, og kona hans Þóra Magnúsdóttir frá Tungu, hjúkrunarfræðingur, f. 13. apríl 1930.
Kynfaðir Magnúsar var Kristinn Níels Þórarinsson skrifstofumaður, síðar í Kanada, f. 21. júlí 1928 á Búðareyri við Reyðarfjörð, d. 16. apríl 2010. Foreldrar hans voru Þórarinn Björnsson sjómaður, útgerðarmaður, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 20. september 1885, d. 18. nóvember 1960, og kona hans Pálína Friðrikka Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1895, d. 13. september 1970.

Börn Þóru og Kristins Pálssonar:
1. Magnús Kristinsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, f. 3. desember 1950 í Eyjum. Kona hans Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir.
2. Jóna Dóra Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, hjúkrunarforstjóri, f. 25. september 1954. Barnsfaðir hennar Guðmundur Sigurgeirsson. Maður hennar Björgvin Þorsteinsson.
3. Bergur Páll Kristinsson skipstjóri, f. 6. janúar 1960. Kona hans Hulda Karen Róbertsdóttir.
4. Birkir Kristinsson viskiptafræðingur, bankamaður, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, f. 15. ágúst 1964. Fyrrum sambúðarkona Sigrún Björnsdóttir. Sambúðarkona hans Ragnhildur Gísladóttir.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku, í fyrstu í Tungu við Heimagötu 4, þá á Kirkjubæjarbraut 6.
Hann nam hagnýta verslunarfræði í Verslunarskóla Íslands, lauk námi 1969, nam viðskiptafræði í viðskiptaskóla í Cambridge á Englandi 1970.
Magnús vann við bókhald hjá útgerðafélögunum Bergi hf. og Kap hf. Magnús hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja, Ísfélags Vestmannaeyja hf., varaformaður og formaður, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Ísnó hf. og Herjólfs hf., Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og formaður hans, fjárfestingafélagsins Uppsprettu S.A. í Luxemburg og Jökla-Verðbréfa hf., í stjórn SR-mjöls hf. og hefur verið fulltrúi fyrirtækisins í stjórnum útgerðarfyrirtækjanna Garðars Guðmundssonar hf. á Ólafsfirði og Hugins í Eyjum, í stjórn Eyjaíss ehf., varaformaður og formaður, í stjórn Snæíss ehf. á Grundarfirði. Þá hefur Magnús setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar h.f., í stjórn Eyjaprents ehf. og Hótels Þórshamars ehf., í varastjórn Fjárfestingafélagsins Straums hf. og Verðbréfastofunnar.
Magnús hefur setið í stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja h.f. og verið formaður þess, í stjórn innflutningsfélagsins Ísgötu hf., formaður fjárfestingafélagsins Stoke Holding S.A. og Kap hf.
Hann var eigandi og formaður Smáeyjar ehf.
Magnús hefur setið í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna og þar áður í varastjórn.
Magnús hefur verið fulltrúi LÍÚ í framkvæmdaráði LÍÚ, í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins og í Útflutningsráði Íslands, hefur setið í nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að endurskoða ákvæði laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Magnús hefur verið framkvæmdastjóri Bergs-Hugins og tengdra félaga frá árinu 2000.
Hann hefur setið í stjórn Eyverja og verið jafnframt formaður, setið í stjórn Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja og verið jafnframt formaður, hefur verið varamaður í Bæjarstjórn Vestmannaeyja og hafnarstjórn og aðalmaður í skólanefnd Grunnskólans í Eyjum, setið í sóknarnefnd Ofanleitissóknar og formaður, skipaður í stjórn Stafkirkju á Heimaey 2001.
Þau Lóa giftu sig 1972, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubæjarbraut 6, síðar á Búhamri 11.

I. Kona Magnúsar, (22. júlí 1972), er Lóa Sigurfinna Lóa Skarphéðinsdóttir úr Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, framhalsskólakennari, f. 19. júlí 1951.
Börn þeirra:
1. Þóra Magnúsdóttir öryrki, f. 4. mars 1973, ógift.
2. Elfa Ágústa Magnúsdóttir leikskólakennari, skrifstofustjóri, f. 26. janúar 1974. Maður hennar Arnar Richardsson.
3. Héðinn Karl Magnússon stýrimaður, f. 27. nóvember 1980. Kona hans Donna Ýr Kristinsdótttir.
4. Magnús Berg Magnússon viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri í Kaupmannahöfn, f. 25. maí 1986. Kona hans Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir.

II. Barnsmóðir Magnúsar er Ingveldur Oddný Jónsdóttir, f. 19. janúar 1979.
Barn þeirra er
5. Helga Marý Magnúsdóttir, f. 18. desember 2006.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús.
  • Prestþjónustubækur.
  • Samtíðarmenn - upplýsingar um ævi og störf tvö þúsund Íslendinga. Reykjavík. Vaka-Helgafell 1993. Ritstjóri Vilhelm G. Kristinsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.