Lárus Garðar Jóhannesson Long

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lárus Garðar Jóhannesson Long frá Litlu-Heiði, málarameistari, verkstjóri fæddist 22. mars 1931 á Staðarfelli við Kirkjuveg 53 og lést 13. maí 1999.
Foreldrar hans voru Bergþóra Ástrós Árnadóttir húsfreyja, f. 13. september 1898, d. 17. október 1969 og Jóhannes H. Long, f. 19. ágúst 1894, d. 7. mars 1948.

Börn Bergþóru og Jóhannesar voru:
1. Árni Theodór verslunarmaður, f. 13. apríl 1920, d. 4. okt 1979.
2. Anna Hulda, f. 2. október 1923.
3. Ólafur, f. 16. febrúar 1926, d. 23. október 1996.
4. Jóhanna Dóra, f. 19. júní 1928.
5. Lárus Garðar málari og verkstjóri, f. 22. mars 1931, d. 13. maí 1999.

Lárus var með foreldrum sínum í æsku, á Staðarfelli við Kirkjuveg 53 og Litlu-Heiði við Sólhlíð 21.
Hann lærði málaraiðn hjá Guðjóni Scheving og vann lengi við iðn sína hjá Tryggva Ólafssyni, en 1971 hóf hann störf hjá Fiskiðjunni, síðar hjá Vinnslustöðinni, er fyrirtækin voru sameinuð. Þar var hann verkstjóri.
Þau Unnur giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjuvegi 28, síðar Túngötu 17.

I. Kona Lárusar, (13. september 1952), er Unnur Hermannsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, húsfreyja, f. 8. janúar 1931.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Long Lárusson, f. 2. apríl 1954. Kona hans Ásta Jakobína Ágústsdóttir.
2. Sigurveig Lárusdóttir, f. 30. maí 1958. Maður hennar Snorri Jóhannesson.
3. Anna Hulda Lárusdóttir, f. 17. maí 1963. Maður hennar Magnús Ríkharðsson.
4. Hermann Ingi Long, f. 16. desember 1966. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 22. maí 1999. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.