Kristján Gunnarsson (Oddeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Gunnarsson.

Kristján Gunnarsson á Oddeyri, verkamaður, lýsisbræðslumaður fæddist 5. júlí 1882 á Sperðli í V-Landeyjum og lést 26. ágúst 1976.
Foreldrar hans voru Gunnar Guðmundsson bóndi, f. 28. október 1848, d. 7. janúar 1923, og Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1841, d. 29. maí 1907.

Systir Kristjáns var
1. Margrét Gunnarsdóttir húsfreyja á Reynifelli.

Kristján fluttist frá Landeyjum til Eyja 1905.
Þau Helga bjuggu á Múla við fæðingu Ragnheiðar 1906 og er þau giftu sig síðla ársins, bjuggu á Velli með Ragnheiði 1907, á Brekku 1908-1910, í Byggðarholti 1911 og 1912, í Skálholti 1913, en voru í Laufási um mitt ár 1913 við fæðingu Gunnars. Þau voru enn í Laufási 1925, voru komin að Oddeyri 1927, bjuggu þar enn 1946 og Kristján til dd. 1976.
Helga lést 1946.

Kona Kristjáns, (17. nóvember 1906), var Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1864, d. 17. janúar 1946.
Börn þeirra voru:
1. Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir húsfreyja á Oddeyri, (Flötum 14), f. 12. janúar 1906, d. 6. september 1982.
2. Gunnar Kristjánsson, f. 10. júní 1913, d. 11. maí 1939.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.