„Blik 1946. Ársrit/Þáttur nemenda“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 58: Lína 58:
Þegar í land kom, flýttu strákarnir sér heim og sögðu farir sínar ekki sléttar. Reynsla þeirra í þessari för var sú, að það er ekki alltaf gott að stelast út á sjó og því síður að treysta drykkjumanninum.<br>
Þegar í land kom, flýttu strákarnir sér heim og sögðu farir sínar ekki sléttar. Reynsla þeirra í þessari för var sú, að það er ekki alltaf gott að stelast út á sjó og því síður að treysta drykkjumanninum.<br>
::S. G. I.'' bekk''.
::S. G. I.'' bekk''.
'''Dagur í skólanum'''
Svo að nú eigum við að fara að skrifa heimaritgerð. Um hvern skollann á ég að skrifa? Ja, það veit sá, sem allt veit, en ekki ég. Kannske ég ætti að rabba um blessaðan skólann. Bezt, að ég reyni það. Það er mánudagur í dag og það er því bezt, að ég taki hann til athugunar.<br>
Klukkan hringir rétt fyrir hálf níu. Úh, hvað það er vont veður! Ég má til með að lúlla lengur, það kemur sér svei mér vel, að ég á heima svona nálægt skólanum, því að að öðrum kosti gæti ég ekki leyft mér að loka augunum og dotta þangað til klukkuna vantar 15 mínútur í níu.<br>
Ég rýk upp, þegar klukkuna vantar fimmtán mínútur í níu og er gröm við sjálfa mig fyrir letina í mér. Að ég skyldi láta undan henni í stað þess að fara strax á fætur kl. hálf níu. En nú hef ég tæplega tíma til þess að greiða mér og þvo stírurnar úr augunum, en ekki veitir manni nú af þeirri snyrtingu. ég skýzt rétt inn fyrir dyrnar, áður en Sigtryggur hringir og hrósa happi yfir að losna við að verða skrásett á silakeppalistann í þetta sinn. Ó, það er stíll núna, og ég hef gleymt stílabókinni minni heima. Jæja, það er víst bezt að rífa opnu úr reikningsbókinni, og svo geri ég.<br>
Jæja, þá byrjar stíllinn. Einar les upp og við krotum niður og reynum að muna, hvernig hvert orð er skrifað, en það gengur misjafnlega.<br>
Maður verður víst að fara að glugga í ritreglurnar! En að mönnum skuli detta í hug að vera að skipta sér af því, hvar maður hefur z og hvar s og hvar y eða i. En það er svo margt skítið í harmóníum. Allt tekur enda og svo er með þennan tíma líka, og það er hringt út. Ég þýt fram á gang. Er ákveðin í að hlaupa heim og fá mér eitthvað í svanginn, því að ég fór svo seint á fætur, að ég gat ekkert borðað, áður en ég fór í skólann. Þannig eru ávextir letinnar. En þegar mér er litið út, þá sé ég, að það er rigning, svo að það er ekki hundi út sigandi. Ég legg því niður allar heimfararfyrirætlanir. Næsti tími er heilsufræði. Gunnar kemur inn og býður góðan daginn og sezt svo í sæti sitt og byrjar svo að tala um heilann og símalínurnar, er liggja frá honum út um líkamann. Siggi spyr, hvers vegna maður fái harðsperrur. Já, það er vegna ofþreytu, þegar vatn safnast saman á milli frumanna. Tóti spyr, af hverju maður fái sinadrátt. Jú, það er líka vegna ofþreytu, þegar sinin er orðin þreytt á einhverri sömu æfingu. Krakkarnir spyrja og Gunnar gefur góð og greið svör, því að hann er svo heima í öllu þar að lútandi.<br>
Næst er landafræði og Sigurður gengur inn með kort undir hendinni. Í tímunum hjá honum borgar sig ekki að vera illa lesinn, því að við verðum að loka öllum bókum og landakortum og treysta algerlega á minnið. Nú erum við að læra um Afríku og Sigurður tekur einn krakka upp að töflu í einu. Og þegar einhver krakki hefur verið uppi við töflu og má setjast, þá heyrist hvorki stuna né hósti, því að allir halda andanum niðri í sér á meðan Sigurður er að athuga, hvern hann á taka næst upp og hver og einn vonar, að hann verði ekki fyrir valinu. Í lok tímans útbýtir hann nafnlausum kortum af Afríku, og við eigum að merkja inn á þau og afhenda þau síðan, og þá er nú þessi tími á enda. Og í því blessaða fríi, sem næst var, tóku strákarnir upp á því, svona til þess að gera eitthvað, að loka nokkra stráka inni í litlu skonsunni, sem er inn af stofunni okkar. Og „föngunum“ datt það snjallræði í hug að smeygja sér út um gluggann. Og þeir létu ekki sitja við orðin tóm. En vegna þess, að þetta eru allt vel aldir strákar og glugginn svo lítill, þá glenntist hann mikið upp og gekk úr skorðum, svo að það var varla hægt að loka honum aftur. Í næsta tíma er þjóðfélagsfræði, og þegar skólastjóri kemur inn og sér útganginn í kompunni, þá fer hann hörðum og sönnum orðum um skemmdarvargana. Því næst hefst kennslan í þjóðfélagsfræðinni. En vegna skorts á kennslubókum í þessari námsgrein, þá verður kennslan að fara þannig fram, að krakkarnir spyrja og kennarinn svarar eða flytur smá erindi. Og það eru margskonar spurningar, sem okkur dettur í hug að spyrja um, svo sem, þegar strákarnir spurðu, hversu gamlir þeir yrðu að vera til þess að mega giftast.<br>
Að þessu sinni er rætt um skilgetin og óskilgetin börn, um barnavernd, um foreldravald, um hjónabandið og ástina. Þá hlustum við vel.
Klukkan 10 mínútur yfir tólf hringir Sigtryggur út og við þjótum  heim til að seðja okkur.<br>
Eftir mat er handavinna. Siggu finnst svo skelfing leiðinlegt að kasta í saumana, að hún vill helst hafa alla sauma tvöfalda, til þess að losna við það. Þá röbbum við stelpurnar um bíómyndirnar, sem voru sýnda í gær, um Týsballið og um strákana. En það er okkar einkamál og birtist því ekki hér.<br>
::Í. S. ''3. bekk.''
533

breytingar

Leiðsagnarval