„Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 96: Lína 96:
''Gæfan var með Magnúsi á Vesturhúsum og örlögin ætluðu honum veglegan sess í útgerðarsögu byggðarlagsins og sögu sjósóknar og formennsku í Eyjum. Nú ræðst hann háseti til mannsins, sem bæði hafði efni á að búa allt sem bezt í hendur hins unga formanns og vilja til þess að hlynna svo að starfinu, að það mætti sem bezt takast. Þrjár vertíðir réri Magnús Guðmundsson háseti hjá Ólafi Magnússyni, áður en hann tók við skipinu úr höndum hans og gerðist formaður, þá aðeins hálfs átjánda árs.''  
''Gæfan var með Magnúsi á Vesturhúsum og örlögin ætluðu honum veglegan sess í útgerðarsögu byggðarlagsins og sögu sjósóknar og formennsku í Eyjum. Nú ræðst hann háseti til mannsins, sem bæði hafði efni á að búa allt sem bezt í hendur hins unga formanns og vilja til þess að hlynna svo að starfinu, að það mætti sem bezt takast. Þrjár vertíðir réri Magnús Guðmundsson háseti hjá Ólafi Magnússyni, áður en hann tók við skipinu úr höndum hans og gerðist formaður, þá aðeins hálfs átjánda árs.''  


Næstu þrjár vertíðarnar (1887, 1888 og 1889) réri ég hjá Ólafi Magnússyni í London hér. Við rérum á litlum báti eftir því sem önnur vertíðarskip voru þá. En báturinn hét stóru nafni, því að hann hét „Hannibal“. Hafði Ólafur smíðað hann sjálfur. Hann var skipasmiður góður og fór ekki almannaleiðir með lögun á skipum þeim, sem hann smíðai, og svo var með bát þennan, því að bátur þessi var mjög ólíkur öðrum skipum, er honum voru hér samtímis. Hannibal var ágætur gang- og siglingarbátur. Það kom sér oft vel, því að hásetar Ólafs á þeim báti voru oftast kraftlitlir unglingar.
Okkur farnaðist vel á báti þessum undir stjórn Ólafs Magnússonar, enda var hann þaulæfður formaður.
Fyrri hluta ævi sinnar átti Ólafur í London heima undir Eyjafjöllum og var formaður þar. Eitt sinn er hann réri þaðan út frá sandinum ásamt fleiri skipum, brimaði svo fljótlega að enginn treystist til að lenda þar aftur. Héldu þá öll skipin til Vestmannaeyja, - það var kallað að „leggja frá“, nema Ólafur Hann varð einn eftir og beið úti fyrir ströndinni. Þetta mun hafa átt sér stað í marzmánuði.
Tóku nú hásetar Ólafs Magnússonar að mótmæla því að vera einir eftir af skipunum og kváðust vilja fylgja hinum til Eyja. Þá er sagt, að Ólafur hafi mælt: „Látið þið ekki svona, piltar, einhverntíma deyr sjóskrattinn“. Hann lá svo þarna úti
fyrir opinni sandströndinni alla nóttina og lentu þeir heilu og höldnu um morguninn, þegar bjart var orðið.
Ég varð þess aldrei var, að Ólafur formaður mælti æðruorð, meðan ég var hjá honum. Þó sótti hann alldjarft og stundum gaf á bátinn, - en Ólafur var sérlega veðurglöggur.
== Veðurglöggur, sem bandaði hættunum frá ==
Eitt sinn vorum við morgun einn komnir austur á Mannklakk. Þar voru þá nokkur skip og flest stór. Við renndum þarna færum nema tveir, sem andæfðu. Logn var á og nokkur austan sjór.
Ólafur formaður leysir utan af færi sínu og fleygir öngli og sökku útbyrgðis. Meðan færið rennur út, skyggnist formaðurinn til lofts. Allt í einu stöðvar hann útrennslið á færinu, horfir til veðurs æðistund en segir ekki orð. Við drögum þarna nokkra fiska, en hann skeytir því engu.
Allt í einu kallar hann til okkar og biður okkur að vera fljóta að hafa uppi færin. Þegar við höfðum það gert, skipar hann okkur að leggja út árar og róa vel heim á leið. Svo var gert sem skipað var, og tvívegis herti hann á okkur að róa betur. Þegar við vorum komnir vestur fyrir Bjarnarey, verðum við hásetarnir loksins þess áskynja, að hann var að ganga í austan rok. Nokkru síðar komu öll skipin siglandi austan frá [[Mannklakkur|Mannklakki]] vestur fyrir Bjarnarey. Sögðu þeir, sem á þeim stóru skipum voru, að mjög drægju þeir í efa, að við á litlu fleytunni okkar hefðum hafð það vestur fyrir Álinn gegn stórstraums útfallinu, ef við hefðum ekki þá þegar haft uppi og lagt af stað heim af miðinu.
Eitt þótti mér kynlegt, sem Ólafur formaður gerði, þegar við sigldum í liðlegum vindi, og stærri kvikur komu vaðandi að okkur, - líklegar til að vaða inn í bátinn. Formaðurinn bandaði ætíð hendi gegn þeim. Þetta hafði ég ekki séð neinn stjórnara gera áður. En síðar hefi ég heyrt það sagt, að áður fyrr hafi það verið trú manna, að kvikuna lægði við þetta og jafnvel missti afl, svo færi síður inn í bátinn.
== „Setuhundar“ <br> „Þið hafið það þá svona bræður“ ==
Frekar mun Ólafur hafa fengið orð fyrir að vera þaulsætinn undir færum. Slíkir menn voru kallaðir ljótu nafni á sjómannamáli. Þeir voru kallaðir „setuhundar“.
Ekki þurfti mikið til þess, að formenn fengju þetta nafn. Flestir munu þeir hafa verið nefndir því einhvern tíma.
Við rérum 8 á Hannibal og eftir bátinn tók Ólafur formaður tvo hásetahluti: Hann fékk þannig helming þess afla, er á bátinn kom, svo að eðlilegt var, að hann vildi sitja undir færunum, meðan sætt var á sjónum.
Tvívegis kom það fyrir, þegar við vorum orðnir leiðir á þrásetu undir dauðum færum og sigling var í land, að við settum upp segl án þess að fá skipun um að gjöra slíkt. Þá sagði Ólafur einungis: „Þið hafið það þá svona, bræður.“
Flestir eða allir formenn sögðu: „Hankið þið upp“, það þýddi, að þá átti að halda heim. Væri þess kostur að sigla heim í höfn eða slaga, (krussa) þá bættu þeir við: „Og setjið þið upp.“ En Ólafur sagði jafnan: „Við skulum fara að yfirgefa það, bræður.“
Eitt sinn tókum við upp á því að róa bátinn aftur á, þegar við vorum orðnir leiðir og þreyttir á þrásetunni og okkur farið að langa í land. En þá fauk í formanninn. Hann reiddi upp stýrissveifina og kvaðst berja okkur með henni, ef við hættum ekki þeim leik, því ekki væri hægt að auðsýna formanni sínum meiri óvirðingu en að róa skipi hans aftur á undir honum. Aðeins í þetta eina sinn sá ég Ólaf Magnússon reiðast. Hann var með afbrigðum stilltur maður og gætinn og prýðisvel greindur.
== „Í ergju og kergju“ <br> „Þvílík heppni, þvílík fyrirtekt“ <br> Fékk 10 kr. gullpening fyrir tillöguna ==
Eitt sinn snemma í marzmánuði 1889 höfðum við verið langan tíma sólarhrings vestur á Mannklakk.




{{Blik}}
{{Blik}}
11.675

breytingar

Leiðsagnarval