„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006/Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:
Ívar ólst upp á [[Skansinn|Skansinum]] í Vestmannaeyjum. Heimaklettur var næsti nágranni og innsiglingin við bæjardyrnar. Í austri blöstu við [[Elliðaey]] og [[Bjarnarey]], í vestri [[Klif|Klifið]] og [[Eyði|Eiðið]]. Á fallegu sumarkvöldi glóði himinninn yfír Eiðinu þegar sólin settist. Ívar var stóri bróðir í hópi 10 alsystkina sem upp komust. Hálfsystkinin voru 6 og höfðu þau meiri og minni viðveru á heimilinu. Þó rýmið væri ekki mikið, var alltaf nóg hjartarúm og fullsetinn bekkurinn. Fjaran og sjórinn heillaði unga drengi og varð leiksvæði þeirra. Þá var ekki talað um agavandamál. Pabbi flautaði í flautu þegar koma átti í háttinn eða ef farið var glannalega. Ungur fór Ívar til sjós, 2 sumur austur á Bakkafjörð, og réri þar á trillu á handfærum. Síðan á varðskipið Ægi og hér í Eyjum á Baldur með [[Haraldur Hannesson|Haraldi Hannessyni]]. Þá lá leiðin í útgerð þegar hann keypti vélbátinn Mýrdæling með bróður sínum Axel og mági Sigurði Gissurarsyni og gerðu þeir hann út í nokkur ár. Eftir það var hann á togaranum Bjarnarey. Eftir sjómennskuárin varð hann verkstjóri í [[Hraðfrystistöð Vestmannaeyja]] hjá [[Einar Sigurðsson|Einari Sigurðssyni]]. Árið 1950 varð örlagaríkt í lífi Ívars. Þann 7. janúar deyr [[Óskar Magnússon|Óskar]], bróðir okkar, þegar [[Helgi Helgason VE|Helgi]] fórst við [[Faxasker]] og þeir bræður, Ívar og Magnús, taka berklabakteríuna og eru lengi á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Þar kynntust þeir konuefnunum sínum sem þar störfuðu. Ívar Ursúlu og Magnús Birnu svo að tvöfalt brúðkaup var haldið 7. október 1951 á afmælisdegi Birnu.<br>
Ívar ólst upp á [[Skansinn|Skansinum]] í Vestmannaeyjum. Heimaklettur var næsti nágranni og innsiglingin við bæjardyrnar. Í austri blöstu við [[Elliðaey]] og [[Bjarnarey]], í vestri [[Klif|Klifið]] og [[Eyði|Eiðið]]. Á fallegu sumarkvöldi glóði himinninn yfír Eiðinu þegar sólin settist. Ívar var stóri bróðir í hópi 10 alsystkina sem upp komust. Hálfsystkinin voru 6 og höfðu þau meiri og minni viðveru á heimilinu. Þó rýmið væri ekki mikið, var alltaf nóg hjartarúm og fullsetinn bekkurinn. Fjaran og sjórinn heillaði unga drengi og varð leiksvæði þeirra. Þá var ekki talað um agavandamál. Pabbi flautaði í flautu þegar koma átti í háttinn eða ef farið var glannalega. Ungur fór Ívar til sjós, 2 sumur austur á Bakkafjörð, og réri þar á trillu á handfærum. Síðan á varðskipið Ægi og hér í Eyjum á Baldur með [[Haraldur Hannesson|Haraldi Hannessyni]]. Þá lá leiðin í útgerð þegar hann keypti vélbátinn Mýrdæling með bróður sínum Axel og mági Sigurði Gissurarsyni og gerðu þeir hann út í nokkur ár. Eftir það var hann á togaranum Bjarnarey. Eftir sjómennskuárin varð hann verkstjóri í [[Hraðfrystistöð Vestmannaeyja]] hjá [[Einar Sigurðsson|Einari Sigurðssyni]]. Árið 1950 varð örlagaríkt í lífi Ívars. Þann 7. janúar deyr [[Óskar Magnússon|Óskar]], bróðir okkar, þegar [[Helgi Helgason VE|Helgi]] fórst við [[Faxasker]] og þeir bræður, Ívar og Magnús, taka berklabakteríuna og eru lengi á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Þar kynntust þeir konuefnunum sínum sem þar störfuðu. Ívar Ursúlu og Magnús Birnu svo að tvöfalt brúðkaup var haldið 7. október 1951 á afmælisdegi Birnu.<br>
Úrsúla Knoop hjúkrunarkona hafði komið frá stríðshrjáðu Þýskalandi í atvinnuleit. Hún var einkadóttir Maríu og Friðriks Knoop kennara. Ívar og Úrsúla eignuðust 4 börn, Friðrik Örn, Guðjón Tyrfing, Magneu Maríu og Óskar. Eftir nokkur ár hér í Eyjum flytur fjölskyldan til Keflavíkur þar sem Ívar varð verkstjóri hjá Hraðfrystistöð Keflavíkur og seinna hjá Áhaldahúsinu þar í bæ. María, móðir Úrsúlu, flutti til þeirra eftir lát eiginmanns síns og var eins og ein af fjölskyldunni, fyrst í Keflavík og síðar í Garðinum eftir að þau fluttust þangað.<br>
Úrsúla Knoop hjúkrunarkona hafði komið frá stríðshrjáðu Þýskalandi í atvinnuleit. Hún var einkadóttir Maríu og Friðriks Knoop kennara. Ívar og Úrsúla eignuðust 4 börn, Friðrik Örn, Guðjón Tyrfing, Magneu Maríu og Óskar. Eftir nokkur ár hér í Eyjum flytur fjölskyldan til Keflavíkur þar sem Ívar varð verkstjóri hjá Hraðfrystistöð Keflavíkur og seinna hjá Áhaldahúsinu þar í bæ. María, móðir Úrsúlu, flutti til þeirra eftir lát eiginmanns síns og var eins og ein af fjölskyldunni, fyrst í Keflavík og síðar í Garðinum eftir að þau fluttust þangað.<br>
Ívar bjó fjölskyldunni sælureit á Laugarvatni. Fyrst í innréttaðri rútu og seinna í glæsilegum sumarbústað, þar dvöldu þau oft. Ívar og Ursúla voru dugleg að ferðast bæði innan - og utanlands, oft til Þýskalands fyrir og eftir sameiningu að hitta frændfólk Úrsúlu í Austur - Þýskalandi, einnig oft til Kanaríeyja eftir starfslok þeirra. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni þegar ungur sonarsonur þeirra, Ívar Guðjónsson, lést sviplega í september 2003.<br> Við hjónin og dætur okkar þökkum Ívari samfylgdina og vottum Ursúlu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð.
Ívar bjó fjölskyldunni sælureit á Laugarvatni. Fyrst í innréttaðri rútu og seinna í glæsilegum sumarbústað, þar dvöldu þau oft. Ívar og Ursúla voru dugleg að ferðast bæði innan - og utanlands, oft til Þýskalands fyrir og eftir sameiningu að hitta frændfólk Úrsúlu í Austur - Þýskalandi, einnig oft til Kanaríeyja eftir starfslok þeirra. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni þegar ungur sonarsonur þeirra, Ívar Guðjónsson, lést sviplega í september 2003.<br> Við hjónin og dætur okkar þökkum Ívari samfylgdina og vottum Ursúlu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð.<br>
::::::::::::::::::'''Þórður Magnússon og Hrönn Hannesdóttir'''<br><br>
'''<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">Þórður Magnússon og Hrönn Hannesdóttir'''</div><br><br>
   
   
'''Jón Árni Jónsson'''<br>
'''Jón Árni Jónsson'''<br>
Lína 14: Lína 14:
Jón Árni, frændi minn, var mjög góður skipsfélagi. Alltaf tilbúinn þegar kallað var, indæll, traustur, rólegur og yfirvegaður á hverju sem gekk. Árið 1998 keypti hann húsið að Brekastíg 36 og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin voru honum erfið vegna heilsuleysis og hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eftir stutta legu þar 3. janúar s.l.<br>
Jón Árni, frændi minn, var mjög góður skipsfélagi. Alltaf tilbúinn þegar kallað var, indæll, traustur, rólegur og yfirvegaður á hverju sem gekk. Árið 1998 keypti hann húsið að Brekastíg 36 og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin voru honum erfið vegna heilsuleysis og hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eftir stutta legu þar 3. janúar s.l.<br>
Bestu kveðjur ágæti frændi og vinur.<br>
Bestu kveðjur ágæti frændi og vinur.<br>
:::::::::::::::::::::::::'''Guðfinnur Þorgeirsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Guðfinnur Þorgeirsson'''</div><br><br>
'''Kristján Gíslason'''<br>
'''Kristján Gíslason'''<br>
'''F. 30. nóvember 1930 - D. 21. júní 2005'''<br>
'''F. 30. nóvember 1930 - D. 21. júní 2005'''<br>
Kristján fæddist á Bjargi í Norðfirði 30. nóvember 1930. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Seyðisfirði 21. júní 2005. Foreldrar hans voru Gísli Kristjánsson frá Sandhúsi í Mjóafirði og Fanný Ingvarsdóttir frá Ekru í Norðfirði. Önnur börn þeirra og systkini Kristjáns eru: Margrét, Ingvar, María, Ásdís og Tryggvi. Kristján ólst upp við mikil umsvif föður síns í útgerð í Norðfirði og tók ungur þátt í öllu sem að sjónum laut. Árið 1945 fluttist fjölskyldan búferlum til Akureyrar og þar hélt Gísli áfram útgerð og sá um uppbyggingu Slippstöðvarinnar. Áhugi Kristjáns á sjómennsku dvínaði ekki og að afloknu gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Akureyrar stefndi hugurinn á sjóinn og sjómennsku sína hóf hann á Sæfinni EA 9 sem gerður var út á síldveiðar af föður hans. Þá var hann um tíma á Auði EA, en skipstjóri var Baldvin Sigurbjörnsson síðar tengdafaðir hans.<br>
Kristján fæddist á Bjargi í Norðfirði 30. nóvember 1930. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Seyðisfirði 21. júní 2005. Foreldrar hans voru Gísli Kristjánsson frá Sandhúsi í Mjóafirði og Fanný Ingvarsdóttir frá Ekru í Norðfirði. Önnur börn þeirra og systkini Kristjáns eru: Margrét, Ingvar, María, Ásdís og Tryggvi. Kristján ólst upp við mikil umsvif föður síns í útgerð í Norðfirði og tók ungur þátt í öllu sem að sjónum laut. Árið 1945 fluttist fjölskyldan búferlum til Akureyrar og þar hélt Gísli áfram útgerð og sá um uppbyggingu Slippstöðvarinnar. Áhugi Kristjáns á sjómennsku dvínaði ekki og að afloknu gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Akureyrar stefndi hugurinn á sjóinn og sjómennsku sína hóf hann á Sæfinni EA 9 sem gerður var út á síldveiðar af föður hans. Þá var hann um tíma á Auði EA, en skipstjóri var Baldvin Sigurbjörnsson síðar tengdafaðir hans.<br>
Síðutogararnir voru mikil skip og heilluðu unga menn. Kristján var um árbil á togurum frá Akureyri, lengst með Sæmundi Auðunssyni á Kaldbaki EA. Árið 1951 lauk hann hinu meira stýrimannaprófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík og varð síðar stýrimaður á togaranum Elliða frá Siglufirði.<br>
Síðutogararnir voru mikil skip og heilluðu unga menn. Kristján var um árbil á togurum frá Akureyri, lengst með Sæmundi Auðunssyni á Kaldbaki EA. Árið 1951 lauk hann hinu meira stýrimannaprófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík og varð síðar stýrimaður á togaranum Elliða frá Siglufirði.<br>
Þegar hér var komið, hafði Kristján fest ráð sitt. Hinn 3. september 1949 gekk hann að eiga Erlu Baldvinsdóttur frá Akureyri. Þau Kristján og Erla eignuðust 6 börn sem eru þessi: Gísli fæddur 1948, Baldvin Kristján fæddur 1953, Páll fæddur 1955, Snjólaug fædd 1956, Finnur fæddur 1960 og óskírt stúlkubarn fætt 1962.<br>
Þegar hér var komið, hafði Kristján fest ráð sitt. Hinn 3. september 1949 gekk hann að eiga Erlu Baldvinsdóttur frá Akureyri. Þau Kristján og Erla eignuðust 6 börn sem eru þessi: Gísli fæddur 1948, Baldvin Kristján fæddur 1953, Páll fæddur 1955, Snjólaug fædd 1956, Finnur fæddur 1960 og óskírt stúlkubarn fætt 1962.<br>
Lína 25: Lína 25:
Genginn er góður drengur og vinamargur.<br>
Genginn er góður drengur og vinamargur.<br>
Kveðja<br>
Kveðja<br>
::::::::::::::::::::::::::'''Gísli Kristjánsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Gísli Kristjánsson'''</div><br><br>


'''Bjarni Bjarnason'''<br>
'''Bjarni Bjarnason'''<br>
Lína 31: Lína 31:
[[Bjarni Gísli Bjarnason]] var fæddur á Siglufirði 22. desember 1922. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason sem fórst áður en Bjarni fæddist, 12. mai 1922 þegar vélbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og Margrét Guðfinna Bjarnadóttir sem dó 30. janúar 1968. Þrjá bræður átti Bjarni, þá Sören Karl sem lifir og býr á Sauðárkróki en hinir voru Bjarni Daníel Friðbjörn og hálfbróðirinn Jón.<br>
[[Bjarni Gísli Bjarnason]] var fæddur á Siglufirði 22. desember 1922. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason sem fórst áður en Bjarni fæddist, 12. mai 1922 þegar vélbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og Margrét Guðfinna Bjarnadóttir sem dó 30. janúar 1968. Þrjá bræður átti Bjarni, þá Sören Karl sem lifir og býr á Sauðárkróki en hinir voru Bjarni Daníel Friðbjörn og hálfbróðirinn Jón.<br>
Bjarni bjó með Sigríði K. Bjarnadóttur sem dó 11. febrúar 1978. Saman ólu þau upp Halldór Ragnarsson sem var fæddur á Siglufirði 2. október 1938. Þeir Bjarni og Halldór héldu saman heimili eftir lát Sigríðar.<br>
Bjarni bjó með Sigríði K. Bjarnadóttur sem dó 11. febrúar 1978. Saman ólu þau upp Halldór Ragnarsson sem var fæddur á Siglufirði 2. október 1938. Þeir Bjarni og Halldór héldu saman heimili eftir lát Sigríðar.<br>
Bjarni var ótrúlegur harðjaxl, sjómaður og verkamaður sem alla tíð vann eins og líkaminn þoldi. Hann þekkti ekki annað en að taka á í lífinu. Bjarni tengdist okkur feðgunum frá Löndum vináttu - og tryggðarböndum sem byggðust á þeirri virðingu sem við berum fyrir dugnaðarforkum og listamönnum til allra verka eins og Bjarni var. Pabbi og Bjarni kynntust fyrst þegar þeir voru saman hásetar á togaranum Elliða frá Siglufirði þar sem afi minn, Ásmundur Friðriksson, var skipstjóri. Bjarni var skörinni hærra settur en pabbi, hann var hausari. Saltað var um borð og vinnan var svakaleg. Þessi smávaxni maður þótti mikill hausari sem beitti hausingarsveðjunni af list. Tvö nett hnífsbrögð inn með kinninni og hann reif hausinn af svo hnakkastykkið fylgdi með. Það hafði enginn við karlinum hvort heldur það var eftir fyrsta halið í túrnum eða það síðasta í skítabrælu á 35. degi og skipið orðið fullt upp í lúgur af flöttum saltfiski.<br> Hann var líka á Ingvari Guðjónssyni, Hafliða o. fl. skipum frá Siglufirði. Bjarni var listamaður til allra verka og umgengni. Það er líka list að vera góður sjómaður og afburða flatningsmaður. Hann var ekki listamaður eins og þeir sem sækja kaffihúsin og bulla út í eitt um einskis verða hluti og sötra bjór. Bjarni gerði minna af því að tala, hann gat verið glettinn og hláturmildur en lét sér oftast nægja að láta verkin tala og þegar hann fékk sér í glas þá var það ekki samkvæmt einhverjum Dagsbrúnartöxtum frekar en vinnan.<br> Þau Sigga og Bjarni fluttust til Vestmannaeyja í ársbyrjun 1964. Hann réði sig í skiprúm hjá pabba á Öðlingi Ve 202 og á þeim árum voru oft sagðar hetjusögur af honum í eldhúsinu á Grænuhlíð 18. Hann réri seinna á Elliðaey hjá [[Gísli Sigmarsson|Gísla Sigmars]], Baldri hjá [[Hannes Haraldsson|Hanna]] í [[Fagurlyst]] o.fl. Bjarni var fíngerður maður, hafði ekki þetta jaxlaútlit sem hann sannarlega var. Stakk aðeins við þegar hann gekk, hokinn og leit niður fyrir sig, gjóaði þó augunum annað slagið á samferðamenn sem honum komu ekkert við. Síðustu starfsár Bjarna var hann hjá mér í aðgerð og hrognavinnslu. Hann hafði því starfað með okkur, þremur kynslóðum frá Löndum. Í aðgerðinni átti enginn möguleika í karlinn, hann sjötugur og strákarnir úr Stýrimannaskólanum trúðu ekki eigin augum, slíkur var krafturinn og vinnugleðin. Kafftímarnir og pásurnar voru stuttar hjá okkar manni, drakk kaffibolla, reykti eina sígarettu, kveikti í annarri, stóð upp og sagði: „Ási hvur djöfullinn er þetta, á að sitja hér í allan dag?“ Þá gat hann fengið eitraða sendingu frá samstarfsfólkinu sem var búið að fá nóg. Slíkum athugasemdum var alltaf svarað eins: „Éttan sjálfur,“ hurð kaffistofunnar skellt, hnífurinn stálaður, blóð- og slorslettur þeyttust út á gólf og upp í loft þegar hnífnum var brugðið aftur í gotraufína, skorið frá og innyflin lágu laus þegar hann renndi þeim nett í slorrennuna, auðvelt, hann var listamaður karlinn. Þá var Bjarni dixelmaður eins og þeir gerast bestir, sló til hrognatunnurnar, eitt högg og gjörðin flaug af, dixlinum skellt út við tunnustafinn og lokið laust. Hann hataði sænska hrognakaupmenn. Þegar þeir tóku hrognin og höfðu þrýst tunnurnar, stundum kvartað yfir vigtinni, fengu þeir kaldar kveðjur. Þá leit hann til mín, gretti sig og sagði gjarnan: „Ási eigum við ekki að festa nokkrar hrognabrækur utan á gjarðirnar fyrir helvítin?“ Hann þekkti það frá síldarárunum á Siglufirði að ágirndin var þeim í blóð borin.<br> Með Bjarna eru þeir að heyra sögunni til, orginalarnir, sem hófu starfsævina um fermingu við slíkar aðstæður að í dag væru menn lokaðir inni fyrir minni sakir en að bjóða tölvukynslóðinni upp á slíkt. Ég vil þakka honum samstarfið og tryggðina við okkur feðga alla tíð. Það var lærdómsríkt að vinna með slíkum manni sem gerði ekki meiri kröfur til lífsins og lífsgæðanna. Bjarni Bjarnason hefur barið nestið eftir langan vinnudag og þeir sem hann vann fyrir uppskáru trúlega meira en hann. Ég má til með að láta eina góða sögu fylgja. Bjarni var að drekka, í landlegu, með vini sínum sem átti veiðarfærakró á Siglufirði. Siggu var farið að leiðast drykkjan og fór í króna að finna Bjarna. Hún kom nokkrum sinnum en vel var fylgst með og Bjarni faldi sig þegar til hennar sást. Þeir félagarnir gerðust nú þreyttir á þessu og ákváðu að hóta henni með haglabyssu sem vinurinn átti. Aftur kom Sigga og Bjarni faldi sig á bak við beitustampa þegar hún birtist. Eftir smá þras við vininn tekur hann upp haglabyssuna og hótar henni ef hún láti þá félagana ekki í friði. Þegar hávaðinn var hvað mestur, lyfti hann byssunni og hleypir af upp í gegnum þakið til viðvörunar og hræðir Siggu út. Þá sprettur Bjarni á fætur og kallar: „Lá hún?“
Bjarni var ótrúlegur harðjaxl, sjómaður og verkamaður sem alla tíð vann eins og líkaminn þoldi. Hann þekkti ekki annað en að taka á í lífinu. Bjarni tengdist okkur feðgunum frá Löndum vináttu - og tryggðarböndum sem byggðust á þeirri virðingu sem við berum fyrir dugnaðarforkum og listamönnum til allra verka eins og Bjarni var. Pabbi og Bjarni kynntust fyrst þegar þeir voru saman hásetar á togaranum Elliða frá Siglufirði þar sem afi minn, Ásmundur Friðriksson, var skipstjóri. Bjarni var skörinni hærra settur en pabbi, hann var hausari. Saltað var um borð og vinnan var svakaleg. Þessi smávaxni maður þótti mikill hausari sem beitti hausingarsveðjunni af list. Tvö nett hnífsbrögð inn með kinninni og hann reif hausinn af svo hnakkastykkið fylgdi með. Það hafði enginn við karlinum hvort heldur það var eftir fyrsta halið í túrnum eða það síðasta í skítabrælu á 35. degi og skipið orðið fullt upp í lúgur af flöttum saltfiski.<br> Hann var líka á Ingvari Guðjónssyni, Hafliða o. fl. skipum frá Siglufirði. Bjarni var listamaður til allra verka og umgengni. Það er líka list að vera góður sjómaður og afburða flatningsmaður. Hann var ekki listamaður eins og þeir sem sækja kaffihúsin og bulla út í eitt um einskis verða hluti og sötra bjór. Bjarni gerði minna af því að tala, hann gat verið glettinn og hláturmildur en lét sér oftast nægja að láta verkin tala og þegar hann fékk sér í glas þá var það ekki samkvæmt einhverjum Dagsbrúnartöxtum frekar en vinnan.<br> Þau Sigga og Bjarni fluttust til Vestmannaeyja í ársbyrjun 1964. Hann réði sig í skiprúm hjá pabba á Öðlingi Ve 202 og á þeim árum voru oft sagðar hetjusögur af honum í eldhúsinu á Grænuhlíð 18. Hann réri seinna á Elliðaey hjá [[Gísli Sigmarsson|Gísla Sigmars]], Baldri hjá [[Hannes Haraldsson|Hanna]] í [[Fagurlyst]] o.fl. Bjarni var fíngerður maður, hafði ekki þetta jaxlaútlit sem hann sannarlega var. Stakk aðeins við þegar hann gekk, hokinn og leit niður fyrir sig, gjóaði þó augunum annað slagið á samferðamenn sem honum komu ekkert við. Síðustu starfsár Bjarna var hann hjá mér í aðgerð og hrognavinnslu. Hann hafði því starfað með okkur, þremur kynslóðum frá Löndum. Í aðgerðinni átti enginn möguleika í karlinn, hann sjötugur og strákarnir úr Stýrimannaskólanum trúðu ekki eigin augum, slíkur var krafturinn og vinnugleðin. Kafftímarnir og pásurnar voru stuttar hjá okkar manni, drakk kaffibolla, reykti eina sígarettu, kveikti í annarri, stóð upp og sagði: „Ási hvur djöfullinn er þetta, á að sitja hér í allan dag?“ Þá gat hann fengið eitraða sendingu frá samstarfsfólkinu sem var búið að fá nóg. Slíkum athugasemdum var alltaf svarað eins: „Éttan sjálfur,“ hurð kaffistofunnar skellt, hnífurinn stálaður, blóð- og slorslettur þeyttust út á gólf og upp í loft þegar hnífnum var brugðið aftur í gotraufína, skorið frá og innyflin lágu laus þegar hann renndi þeim nett í slorrennuna, auðvelt, hann var listamaður karlinn. Þá var Bjarni dixelmaður eins og þeir gerast bestir, sló til hrognatunnurnar, eitt högg og gjörðin flaug af, dixlinum skellt út við tunnustafinn og lokið laust. Hann hataði sænska hrognakaupmenn. Þegar þeir tóku hrognin og höfðu þrýst tunnurnar, stundum kvartað yfir vigtinni, fengu þeir kaldar kveðjur. Þá leit hann til mín, gretti sig og sagði gjarnan: „Ási eigum við ekki að festa nokkrar hrognabrækur utan á gjarðirnar fyrir helvítin?“ Hann þekkti það frá síldarárunum á Siglufirði að ágirndin var þeim í blóð borin.<br> Með Bjarna eru þeir að heyra sögunni til, orginalarnir, sem hófu starfsævina um fermingu við slíkar aðstæður að í dag væru menn lokaðir inni fyrir minni sakir en að bjóða tölvukynslóðinni upp á slíkt. Ég vil þakka honum samstarfið og tryggðina við okkur feðga alla tíð. Það var lærdómsríkt að vinna með slíkum manni sem gerði ekki meiri kröfur til lífsins og lífsgæðanna. Bjarni Bjarnason hefur barið nestið eftir langan vinnudag og þeir sem hann vann fyrir uppskáru trúlega meira en hann. Ég má til með að láta eina góða sögu fylgja. Bjarni var að drekka, í landlegu, með vini sínum sem átti veiðarfærakró á Siglufirði. Siggu var farið að leiðast drykkjan og fór í króna að finna Bjarna. Hún kom nokkrum sinnum en vel var fylgst með og Bjarni faldi sig þegar til hennar sást. Þeir félagarnir gerðust nú þreyttir á þessu og ákváðu að hóta henni með haglabyssu sem vinurinn átti. Aftur kom Sigga og Bjarni faldi sig á bak við beitustampa þegar hún birtist. Eftir smá þras við vininn tekur hann upp haglabyssuna og hótar henni ef hún láti þá félagana ekki í friði. Þegar hávaðinn var hvað mestur, lyfti hann byssunni og hleypir af upp í gegnum þakið til viðvörunar og hræðir Siggu út. Þá sprettur Bjarni á fætur og kallar: „Lá hún?“<br>
:::::::::::::::::::::::::'''Ásmundur Friðriksson.'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Ásmundur Friðriksson.'''</div><br><br>


'''Sigurjón Ólafsson'''<br>
'''Sigurjón Ólafsson'''<br>
Lína 44: Lína 44:
Þeim fækkar sem ólust upp á kreppuárum síðustu aldar og litbrigði daganna fölna.
Þeim fækkar sem ólust upp á kreppuárum síðustu aldar og litbrigði daganna fölna.
Blessuð sé minning Sigga í Bæ.<br>
Blessuð sé minning Sigga í Bæ.<br>
::::::::::::::::::::::::::'''Óskar Þórarinsson.'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Óskar Þórarinsson.'''</div><br><br>




Lína 58: Lína 58:
Þau eiga í aldursröð: Ásdísi, Mörtu, Gunnar, Guðjón Val, Sigurbjörgu og Valgarð. Mikill harmur var að þeim kveðinn þegar þau misstu 2 syni, Guðjón Val tæplega 6 mánuða 26. mars 1963 og Gunnar, tæplega 10 ára, 23. mai 1970.<br>
Þau eiga í aldursröð: Ásdísi, Mörtu, Gunnar, Guðjón Val, Sigurbjörgu og Valgarð. Mikill harmur var að þeim kveðinn þegar þau misstu 2 syni, Guðjón Val tæplega 6 mánuða 26. mars 1963 og Gunnar, tæplega 10 ára, 23. mai 1970.<br>
Gæsa er sárt saknað. Léttur og góður samferðamaður fallinn frá á góðum aldri. Sannarlega hefði hann átt eftir að eiga góð ár með vinum og fjölskyldu eftir allar fjarvistirnar á sjónum. Hann átti mörg áhugamál í félagsstarfi og pútti hjá eldri borgurum, fótbolta, handbolta og vel var fylgst með fiskiríi og öllu sem var um að vera á sjónum. Fjölskyldu hans eru sendar dýpstu samúðarkveðjur.
Gæsa er sárt saknað. Léttur og góður samferðamaður fallinn frá á góðum aldri. Sannarlega hefði hann átt eftir að eiga góð ár með vinum og fjölskyldu eftir allar fjarvistirnar á sjónum. Hann átti mörg áhugamál í félagsstarfi og pútti hjá eldri borgurum, fótbolta, handbolta og vel var fylgst með fiskiríi og öllu sem var um að vera á sjónum. Fjölskyldu hans eru sendar dýpstu samúðarkveðjur.
:::::::::::::::::::::::::'''Friðrik Ásmundsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''</div><br><br>




Lína 67: Lína 67:
Kona Jóns er [[Guðbjörg Guðlaugsdóttir]] og byggðu þau sér hús við Helgafellsbraut 25. Þau eignuðust synina Ragnar, flugvirkja, og Ægi, skipstjóra hjá Eimskipum, og eru sonarsynirnir orðnir 5. Jón talaði mikið um strákana sína og voru afastrákarnir í miklu uppáhaldi.<br> Um 1970 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og var Jón lengi hjá Eimskipum á Brúarfossi sem timburmaður og sigldi til Ameríku með freðfisk. Eftir að Jón hætti til sjós, vann hann í mörg ár í Daníelsslipp í Reykjavík en síðustu starfsárin við smíðar hjá Flugleiðum.
Kona Jóns er [[Guðbjörg Guðlaugsdóttir]] og byggðu þau sér hús við Helgafellsbraut 25. Þau eignuðust synina Ragnar, flugvirkja, og Ægi, skipstjóra hjá Eimskipum, og eru sonarsynirnir orðnir 5. Jón talaði mikið um strákana sína og voru afastrákarnir í miklu uppáhaldi.<br> Um 1970 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og var Jón lengi hjá Eimskipum á Brúarfossi sem timburmaður og sigldi til Ameríku með freðfisk. Eftir að Jón hætti til sjós, vann hann í mörg ár í Daníelsslipp í Reykjavík en síðustu starfsárin við smíðar hjá Flugleiðum.
Jón var rólegur í framkomu, vel yfirvegaður, en hafði samt ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og tók alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín. Hann hafði gott skopskyn og var hafsjór af fróðleik um nánast allt milli himins og jarðar. Það var gaman að hlusta á hann segja frá liðnum tíma en hann lagði samt alltaf áherslu á að það væri framtíðin sem skipti öllu máli. Ég hitti Jón yfirleitt þegar ég fór til Reykjavíkur annaðhvort hjá Svövu systur hans, þar sem hann var daglegur gestur, eða í Kolaportinu þar sem gamlir Eyjapeyjar hittast á laugardags - og sunnudagsmorgnum til að spjalla og fá fréttir og þá sérstaklega héðan úr Eyjum.<br> Ég votta fjölskyldu Jóns samúð mína.
Jón var rólegur í framkomu, vel yfirvegaður, en hafði samt ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og tók alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín. Hann hafði gott skopskyn og var hafsjór af fróðleik um nánast allt milli himins og jarðar. Það var gaman að hlusta á hann segja frá liðnum tíma en hann lagði samt alltaf áherslu á að það væri framtíðin sem skipti öllu máli. Ég hitti Jón yfirleitt þegar ég fór til Reykjavíkur annaðhvort hjá Svövu systur hans, þar sem hann var daglegur gestur, eða í Kolaportinu þar sem gamlir Eyjapeyjar hittast á laugardags - og sunnudagsmorgnum til að spjalla og fá fréttir og þá sérstaklega héðan úr Eyjum.<br> Ég votta fjölskyldu Jóns samúð mína.
:::::::::::::::::::::::::'''Tryggvi Sigurðsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Tryggvi Sigurðsson'''</div><br><br>


'''Marinó Guðmundsson'''<br>
'''Marinó Guðmundsson'''<br>
Lína 82: Lína 82:
Eftirlifandi eiginkona Marinós Guðmundssonar er Guðrún Guðmundsdóttir kjólameistari. Ég sendi Guðrúnu, öllum ættingjum og afkomendum Marinós Guðmundssonar samúðarkveðjur.<br>
Eftirlifandi eiginkona Marinós Guðmundssonar er Guðrún Guðmundsdóttir kjólameistari. Ég sendi Guðrúnu, öllum ættingjum og afkomendum Marinós Guðmundssonar samúðarkveðjur.<br>
Blessuð sé minning Marinós Guðmundssonar. Hann hvíli í friði
Blessuð sé minning Marinós Guðmundssonar. Hann hvíli í friði
:::::::::::::::::::::::'''Guðjón Ármann Eyjólfsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Guðjón Ármann Eyjólfsson'''</div><br><br>
   
   
'''Már Guðlaugur Pálsson'''<br>
'''Már Guðlaugur Pálsson'''<br>
Lína 100: Lína 100:
Brimaldan brotnar við ströndina þar sem spor hans liggja og þótt tröllaukinn veðrahamur og rísandi hafaldan skelli á bergi bláu þá eru átthagarnir ávallt fegurstir. Við systkinin þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Ég efast ekki um að við fótskör almættisins hjá lindinni tæru bíði foreldrar okkar og taki þig í faðm sinn.<br>
Brimaldan brotnar við ströndina þar sem spor hans liggja og þótt tröllaukinn veðrahamur og rísandi hafaldan skelli á bergi bláu þá eru átthagarnir ávallt fegurstir. Við systkinin þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Ég efast ekki um að við fótskör almættisins hjá lindinni tæru bíði foreldrar okkar og taki þig í faðm sinn.<br>
Far vel til fegurri heima, kæri bróðir.<br>
Far vel til fegurri heima, kæri bróðir.<br>
:::::::::::::::::::::::'''Kristinn Viðar Pálsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Kristinn Viðar Pálsson'''</div><br><br>
   
   
'''[[Leó Ingvarsson]]'''<br>
'''[[Leó Ingvarsson]]'''<br>
Lína 106: Lína 106:
Leó fæddist í Neðradal, Vestur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu 22. september 1913. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Ólafsdóttir og Ingvar Ingvarsson bóndi þar. Systkini Leós voru: Ólafur, Ingólfur, Óskar, Samúel, Tryggvi, Elín, Lovísa, Svava, Lilja og Ingibjörg.<br> Leó fór ungur á vertíð til Vestmannaeyja eins og þá tíðkaðist. Þar kynntist hann konu sinni [[Kristbjörg Kristjánsdóttir|Kristbjörgu Kristjánsdóttur]] frá [[Heiðarbrún]] í Vestmannaeyjum, fædd þar 8. apríl 1921 dáin 23. nóvember 1999 og gengu þau í hjónaband 8. nóvember 1941. Dætur þeirra eru: Elín Guðbjörg, maki Konráð Guðmundsson frá [[Landlyst]] í Vestmannaeyjum og Fjóla, maki Guðjón Þorvaldsson Kópavogi. Leó stundaði sjómennsku frá Vestmannaeyjum fjölda ára. Fyrst á Baldri og Gullveigu og síðast á Björgvin hjá mági sínum [[Ögmundur Sigurðsson|Ögmundi Sigurðssyni]] frá [[Landakot|Landakoti]] í Vestmannaeyjum. Einnig vann Leó lengi í [[Steinasmiðja|Steinasmiðju]], vélsmiðju Þorsteins Steinssonar við Urðaveg.<br> Vegna veikinda Leós fluttu þau hjónin til Reykjavíkur 1969 og næstu tvö árin dvaldi hann á Vífilsstöðum. Síðar vann hann sem bruggari hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar h.f. síðustu starfsárin. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. nóvember 2005.<br>
Leó fæddist í Neðradal, Vestur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu 22. september 1913. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Ólafsdóttir og Ingvar Ingvarsson bóndi þar. Systkini Leós voru: Ólafur, Ingólfur, Óskar, Samúel, Tryggvi, Elín, Lovísa, Svava, Lilja og Ingibjörg.<br> Leó fór ungur á vertíð til Vestmannaeyja eins og þá tíðkaðist. Þar kynntist hann konu sinni [[Kristbjörg Kristjánsdóttir|Kristbjörgu Kristjánsdóttur]] frá [[Heiðarbrún]] í Vestmannaeyjum, fædd þar 8. apríl 1921 dáin 23. nóvember 1999 og gengu þau í hjónaband 8. nóvember 1941. Dætur þeirra eru: Elín Guðbjörg, maki Konráð Guðmundsson frá [[Landlyst]] í Vestmannaeyjum og Fjóla, maki Guðjón Þorvaldsson Kópavogi. Leó stundaði sjómennsku frá Vestmannaeyjum fjölda ára. Fyrst á Baldri og Gullveigu og síðast á Björgvin hjá mági sínum [[Ögmundur Sigurðsson|Ögmundi Sigurðssyni]] frá [[Landakot|Landakoti]] í Vestmannaeyjum. Einnig vann Leó lengi í [[Steinasmiðja|Steinasmiðju]], vélsmiðju Þorsteins Steinssonar við Urðaveg.<br> Vegna veikinda Leós fluttu þau hjónin til Reykjavíkur 1969 og næstu tvö árin dvaldi hann á Vífilsstöðum. Síðar vann hann sem bruggari hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar h.f. síðustu starfsárin. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. nóvember 2005.<br>
Leó var einstakt ljúfmenni og vil ég að lokum þakka tengdaföður mínum samfylgd í 48 ár þar sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning Leós Ingvarssonar.
Leó var einstakt ljúfmenni og vil ég að lokum þakka tengdaföður mínum samfylgd í 48 ár þar sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning Leós Ingvarssonar.
:::::::::::::::::::::::::'''Konráð Guðmundsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Konráð Guðmundsson'''</div><br><br>
   
   
'''Benedikt Elías Sæmundsson'''<br>
'''Benedikt Elías Sæmundsson'''<br>
Lína 113: Lína 113:
Fjölskyldan fluttist frá Stokkseyri 1935 til Eyja og bjó á [[Fagrafell|Fagrafelli]] og síðar á Fífílgötu 8. Foreldrar hans voru Ástríður Helgadóttir, húsmóðir og Sæmundur Benediktsson, sjómaður og verkamaður. Systkini hans, sem náðu fullorðinsaldri, eru Guðrún, Anna, Ástmundur, Þorvaldur, Helgi og Ástbjartur. Tvö dóu í frumbernsku, Ágústa og Þorgerður.<br> Benedikt lauk vélstjóraprófi í þremur stigum, fyrst hinu minna prófi 1929 á Stokkseyri, síðan 1940 vélstjórnarnámi Fiskifélagsins og síðast fullu vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1949. Starfsvettvangur hans var alla tíð við vélar og vélgæslu. Vélarúmin hjá honum voru eins og stássstofur, hægt að spegla sig í öllu og koparinn glansaði eins og gull. Benedikt var eftirsóttur í skipspláss, var á góðum skipum hjá toppútgerðum alla tíð og það var athyglisvert hve lengi hann starfaði hjá hverri útgerð. Það segir sína sögu um ágæti hans. Hann sigldi öll stríðsárin án áfalla, lengst sem vélstjóri á Fagrakletti GK.<br>
Fjölskyldan fluttist frá Stokkseyri 1935 til Eyja og bjó á [[Fagrafell|Fagrafelli]] og síðar á Fífílgötu 8. Foreldrar hans voru Ástríður Helgadóttir, húsmóðir og Sæmundur Benediktsson, sjómaður og verkamaður. Systkini hans, sem náðu fullorðinsaldri, eru Guðrún, Anna, Ástmundur, Þorvaldur, Helgi og Ástbjartur. Tvö dóu í frumbernsku, Ágústa og Þorgerður.<br> Benedikt lauk vélstjóraprófi í þremur stigum, fyrst hinu minna prófi 1929 á Stokkseyri, síðan 1940 vélstjórnarnámi Fiskifélagsins og síðast fullu vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1949. Starfsvettvangur hans var alla tíð við vélar og vélgæslu. Vélarúmin hjá honum voru eins og stássstofur, hægt að spegla sig í öllu og koparinn glansaði eins og gull. Benedikt var eftirsóttur í skipspláss, var á góðum skipum hjá toppútgerðum alla tíð og það var athyglisvert hve lengi hann starfaði hjá hverri útgerð. Það segir sína sögu um ágæti hans. Hann sigldi öll stríðsárin án áfalla, lengst sem vélstjóri á Fagrakletti GK.<br>
Lengstan starfsaldur átti hann hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í 36 ár, byrjaði á síðutogaranum Svalbaki EA 2 með þeim Auðunsbræðrum, Þorsteini skipstjóra og Gunnari 1. stýrimanni. Frábærir skipstjórar og miklir aflamenn. Þegar ég hitti Benedikt á sl. sumri, mánuði fyrir andlát hans, þá rifjaði hann upp árin á Svalbak, mundi vel eftir aflanum úr þessu eða hinu holinu, ásamt því að muna hvort togað var með 102 eða 104 snúningum á gamla gufurokknum. Það var frábært að hitta þennan fróða mann og góða nágranna aftur eftir 20 ár frá því ég sá hann síðast enda hef ég ekki búið á Íslandi ansi lengi. Hann þekkti mig strax og með nafni. Handtakið var þétt og gefandi og hann hélt um hönd mína allan tímann sem við spjölluðum saman. Hlýtt og innilegt. Þegar ég var að kveðja, spurði ég þennan glögga öldung hvort hann myndi eftir tilteknu atviki frá 1957 þegar hann var vélstjóri á póstbátnum Drangi. Það var á Siglufirði þegar ég vann í síldinni á Siglufirði. „Já, Baldvin ég man það vel. Þú baðst mig að taka 2 kettlinga í brúnum pappakassa til pabba þíns á Akureyri.“ Ekkert hafði skolast til í höfði hans þrátt fyrir að um hálf öld væri liðin. Sagði kettlingana hafa verið fallega og góða ferðafélaga. Svona glöggur var Benni til hinstu stundar.<br> Benedikt var með hærri mönnum, myndarlegur og bar sig alltaf vel. Léttur á fæti enda ekki eytt ævinni í bílum en lét fæturna og reiðhjólið sitt duga mestan hluta þess tíma sem við vorum nágrannar og alltaf síðan. Haft var á orði að hægt hafi verið að setja klukkuna eftir honum svo nákvæmur var hann í öllu sínu lífi. Eftir áttrætt fór hann að yrkja ljóð og setja á blað og skrifaði um uppvöxt sinn og störf í gegnum tíðina. Hann á ættir að rekja til góðra hagyrðinga t.d. var Helgi, bróðir hans, fyrrverandi ritstjóri, þekktur hagyrðingur. Nokkur ljóða hans hafa á undanförnum árum birst hér í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja og trúlega munu þau enn birtast hér. Ég kveð hér með mikinn sómamann og votta Valgerði einkadóttur þeirra hjóna og fjölskyldu hennar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans
Lengstan starfsaldur átti hann hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í 36 ár, byrjaði á síðutogaranum Svalbaki EA 2 með þeim Auðunsbræðrum, Þorsteini skipstjóra og Gunnari 1. stýrimanni. Frábærir skipstjórar og miklir aflamenn. Þegar ég hitti Benedikt á sl. sumri, mánuði fyrir andlát hans, þá rifjaði hann upp árin á Svalbak, mundi vel eftir aflanum úr þessu eða hinu holinu, ásamt því að muna hvort togað var með 102 eða 104 snúningum á gamla gufurokknum. Það var frábært að hitta þennan fróða mann og góða nágranna aftur eftir 20 ár frá því ég sá hann síðast enda hef ég ekki búið á Íslandi ansi lengi. Hann þekkti mig strax og með nafni. Handtakið var þétt og gefandi og hann hélt um hönd mína allan tímann sem við spjölluðum saman. Hlýtt og innilegt. Þegar ég var að kveðja, spurði ég þennan glögga öldung hvort hann myndi eftir tilteknu atviki frá 1957 þegar hann var vélstjóri á póstbátnum Drangi. Það var á Siglufirði þegar ég vann í síldinni á Siglufirði. „Já, Baldvin ég man það vel. Þú baðst mig að taka 2 kettlinga í brúnum pappakassa til pabba þíns á Akureyri.“ Ekkert hafði skolast til í höfði hans þrátt fyrir að um hálf öld væri liðin. Sagði kettlingana hafa verið fallega og góða ferðafélaga. Svona glöggur var Benni til hinstu stundar.<br> Benedikt var með hærri mönnum, myndarlegur og bar sig alltaf vel. Léttur á fæti enda ekki eytt ævinni í bílum en lét fæturna og reiðhjólið sitt duga mestan hluta þess tíma sem við vorum nágrannar og alltaf síðan. Haft var á orði að hægt hafi verið að setja klukkuna eftir honum svo nákvæmur var hann í öllu sínu lífi. Eftir áttrætt fór hann að yrkja ljóð og setja á blað og skrifaði um uppvöxt sinn og störf í gegnum tíðina. Hann á ættir að rekja til góðra hagyrðinga t.d. var Helgi, bróðir hans, fyrrverandi ritstjóri, þekktur hagyrðingur. Nokkur ljóða hans hafa á undanförnum árum birst hér í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja og trúlega munu þau enn birtast hér. Ég kveð hér með mikinn sómamann og votta Valgerði einkadóttur þeirra hjóna og fjölskyldu hennar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans
:::::::::::::::::::::::::'''Baldvin Gíslason Hull.'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Baldvin Gíslason Hull.'''</div><br><br>


'''Unnar Jónsson'''<br>
'''Unnar Jónsson'''<br>
Lína 129: Lína 129:
Hann batt hópinn saman sterkari böndum. Böndum sem eiga eftir að endast vel. Hans verður sárt saknað.<br>
Hann batt hópinn saman sterkari böndum. Böndum sem eiga eftir að endast vel. Hans verður sárt saknað.<br>
Elsku Ibbidý og fjölskylda, þið eigið alla okkar samúð og góðar bænir. Kveðja;<br>
Elsku Ibbidý og fjölskylda, þið eigið alla okkar samúð og góðar bænir. Kveðja;<br>
::::::::::::::::::::::'''Árgangur 1989, Stýrimannaskólanum'''<br>
><div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Árgangur 1989, Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum og makar.'''</div><br><br>
::::::::::::::::::::::''' í Vestmannaeyjum og makar.'''<br><br>




Lína 142: Lína 141:
Frá árinu 1958 og til ársins 1965 stundaði Steingerður sjómennsku á hinum ýmsu skipum. En á árunum 1965 og 1966 vann hún sem þerna og matsveinn á M/s Jarlinum sem var flutningaskip auk þess sem sambýlismaður hennar til margra ára, Ásgeir Þórarinsson, var stýrimaður á Jarlinum. Frá árinu 1967 til 1974 var Steingerður á flutningaskipinu Suðra sem gert var út frá Grindavík. Á þeim árum sem hún var á flutningaskipunum ferðaðist hún víða og upplifði margt.<br>
Frá árinu 1958 og til ársins 1965 stundaði Steingerður sjómennsku á hinum ýmsu skipum. En á árunum 1965 og 1966 vann hún sem þerna og matsveinn á M/s Jarlinum sem var flutningaskip auk þess sem sambýlismaður hennar til margra ára, Ásgeir Þórarinsson, var stýrimaður á Jarlinum. Frá árinu 1967 til 1974 var Steingerður á flutningaskipinu Suðra sem gert var út frá Grindavík. Á þeim árum sem hún var á flutningaskipunum ferðaðist hún víða og upplifði margt.<br>
Árið 1978 flytur Steingerður á ný til Vestmannaeyja og fær strax inni á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra. Þar bjuggu einnig um tíma tvær eldri systur hennar, þær Þórsteina og Hulda. Þær systur náðu saman á efri árum eftir ólíkan æviferil og merkilega ævi. Þess má geta að Hulda, systir Steingerðar, stundaði einnig sjómennsku til fjölda ára. Steingerður lést á Hraunbúðum þann 21. október 2005 á 87unda aldursári og var jarðsungin frá Landakirkju 5. nóvember 2005.
Árið 1978 flytur Steingerður á ný til Vestmannaeyja og fær strax inni á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra. Þar bjuggu einnig um tíma tvær eldri systur hennar, þær Þórsteina og Hulda. Þær systur náðu saman á efri árum eftir ólíkan æviferil og merkilega ævi. Þess má geta að Hulda, systir Steingerðar, stundaði einnig sjómennsku til fjölda ára. Steingerður lést á Hraunbúðum þann 21. október 2005 á 87unda aldursári og var jarðsungin frá Landakirkju 5. nóvember 2005.
:::::::::::::::::::::'''Mary Kristín Coiner og Stein Henriksen'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Mary Kristín Coiner og Stein Henriksen'''</div><br><br>


'''Marteinn Guðjónsson'''<br>
'''Marteinn Guðjónsson'''<br>
Lína 154: Lína 153:
Hvíl þú í friði.<br>
Hvíl þú í friði.<br>
F.h. starfsmanna og eigenda Nets ehf.
F.h. starfsmanna og eigenda Nets ehf.
:::::::::::::::::::::::::'''Hallgrímur Júlíusson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Hallgrímur Júlíusson'''</div><br><br>


'''Baldvin Skæringsson'''<br>
'''Baldvin Skæringsson'''<br>
Lína 170: Lína 169:
Baldvin kom ungur maður til Eyja með galtóma vasa en viljugar hendur og mikla líkamsburði til þess að beita þeim til sjós og lands. Slíkir eiginleikar voru mönnum til framdráttar á miklum grósku- og uppgangsárum, sem þá voru í Eyjum. Baldvin þótti hörkuduglegur verkmaður, dró ótal fiska úr sjó, byggði báta og hús og kom upp stórri fjölskyldu. Hann var einn af fjölmörgum kotungum þessa lands, sem freistaði gæfunnar í Vestmannaeyjum, þegar menn gátu sótt sjóinn að vild og ekkert hindraði athafnagleðina nema náttúruöflin.<br>
Baldvin kom ungur maður til Eyja með galtóma vasa en viljugar hendur og mikla líkamsburði til þess að beita þeim til sjós og lands. Slíkir eiginleikar voru mönnum til framdráttar á miklum grósku- og uppgangsárum, sem þá voru í Eyjum. Baldvin þótti hörkuduglegur verkmaður, dró ótal fiska úr sjó, byggði báta og hús og kom upp stórri fjölskyldu. Hann var einn af fjölmörgum kotungum þessa lands, sem freistaði gæfunnar í Vestmannaeyjum, þegar menn gátu sótt sjóinn að vild og ekkert hindraði athafnagleðina nema náttúruöflin.<br>
Baldvin missti aldrei samband við Eyjarnar þótt hann flyttist búferlum eins og fjöldi Eyjaskeggja í kjölfar eldgoss. Hann heimsótti þær reglulega enda margir afkomendur hans þar búandi. Seinustu ferð sína til Eyja fór hann nokkrum vikum fyrir andlát sitt til þess að fylgja til grafar eiginkonu sonarsonar síns. Hann lék á als oddi þrátt fyrir dapurlegt tilefni. Baldvin kvaddi Eyjarnar með þeim orðum að nú væri komið að hans hinstu sjóferð. Hann sigldi með Herjólfi í fallegu veðri og horfði á Eyjarnar sínar í síðasta sinn hverfa smátt og smátt úti við sjóndeildarhring.
Baldvin missti aldrei samband við Eyjarnar þótt hann flyttist búferlum eins og fjöldi Eyjaskeggja í kjölfar eldgoss. Hann heimsótti þær reglulega enda margir afkomendur hans þar búandi. Seinustu ferð sína til Eyja fór hann nokkrum vikum fyrir andlát sitt til þess að fylgja til grafar eiginkonu sonarsonar síns. Hann lék á als oddi þrátt fyrir dapurlegt tilefni. Baldvin kvaddi Eyjarnar með þeim orðum að nú væri komið að hans hinstu sjóferð. Hann sigldi með Herjólfi í fallegu veðri og horfði á Eyjarnar sínar í síðasta sinn hverfa smátt og smátt úti við sjóndeildarhring.
::::::::::::::::::::::::'''Birgir Þór Baldvinsson.'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Birgir Þór Baldvinsson.'''</div><br><br>


'''Guðmundur Kristján Hákonarson'''<br>
'''Guðmundur Kristján Hákonarson'''<br>
Lína 193: Lína 192:
Þú varst vinnuþjarkur og kveinkaðir þér aldrei við neitt, lést ávallt allt líta út eins og það væri allt í lagi hjá þér. Þú varst indæll maður og skemmtilegt að horfa upp á hversu ástfangin þið Dóra voruð. Sem dæmi um það: Er maður bauð ykkur konfektmola, tókst þú þér tvo en aðrir tóku einn. Fimm mínútum seinna laumaðir þú seinni molanum til Dóru þinnar og fékkst rembingskoss í staðinn. Ekki eru margir sem ná því að verða giftir og ekki bara giftir heldur ástfangnir í um 66 ár. Þið voruð svo sannarlega öðrum fyrirmynd. Yndislegt var að sjá ykkur kyssast og knúsast og alltaf jafn ástfangin.<br>
Þú varst vinnuþjarkur og kveinkaðir þér aldrei við neitt, lést ávallt allt líta út eins og það væri allt í lagi hjá þér. Þú varst indæll maður og skemmtilegt að horfa upp á hversu ástfangin þið Dóra voruð. Sem dæmi um það: Er maður bauð ykkur konfektmola, tókst þú þér tvo en aðrir tóku einn. Fimm mínútum seinna laumaðir þú seinni molanum til Dóru þinnar og fékkst rembingskoss í staðinn. Ekki eru margir sem ná því að verða giftir og ekki bara giftir heldur ástfangnir í um 66 ár. Þið voruð svo sannarlega öðrum fyrirmynd. Yndislegt var að sjá ykkur kyssast og knúsast og alltaf jafn ástfangin.<br>
P.s. Mér þótti afskaplega vænt um það að geta haldið í hönd þína og horft í augu þín. Mér fannst þú skynja það að ég væri hjá þér með þínu hlýja augnaráði. Mér þótti það yndislegt að vera hjá þér og tala til þín þessa síðustu nótt sem þú lifðir.<br>
P.s. Mér þótti afskaplega vænt um það að geta haldið í hönd þína og horft í augu þín. Mér fannst þú skynja það að ég væri hjá þér með þínu hlýja augnaráði. Mér þótti það yndislegt að vera hjá þér og tala til þín þessa síðustu nótt sem þú lifðir.<br>
:::::::::::::::::::::::::'''Heimir Freyr Geirsson'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Heimir Freyr Geirsson'''</div><br><br>


'''Jón Guðjónsson'''<br>
'''Jón Guðjónsson'''<br>
Lína 209: Lína 208:
Árið 1969 keyptu þau hjón sumarbústaðarlóð í Þrastarskógi og settu þar niður bústað sem var ásamt landinu skírður Helgulundur. Þann tíma, sem Jón hafði aflögu, notaði hann til að gróðursetja tré og plöntur sem setja mikinn svip á landið í dag.<br>
Árið 1969 keyptu þau hjón sumarbústaðarlóð í Þrastarskógi og settu þar niður bústað sem var ásamt landinu skírður Helgulundur. Þann tíma, sem Jón hafði aflögu, notaði hann til að gróðursetja tré og plöntur sem setja mikinn svip á landið í dag.<br>
Ég votta Helgu Þorleifsdóttur, sem nú dvelst á Hrafnistu á 97. aldursári, og öðrum aðstandendum Jóns Guðjónssonar samúð mína.<br>
Ég votta Helgu Þorleifsdóttur, sem nú dvelst á Hrafnistu á 97. aldursári, og öðrum aðstandendum Jóns Guðjónssonar samúð mína.<br>
:::::::::::::::::::::::::'''Bjarni Jónasson.'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Bjarni Jónasson.'''</div><br><br>




Lína 217: Lína 216:
Dolli kom víða við á 70 ára löngum ferli sínum til sjós en hann byrjaði sjómennsku um fermingu og lauk henni um áttrætt. Ég held að Dolli hafi aldrei á sinni löngu ævi unnið launaða vinnu aðra en til sjós. Hann réri sem háseti, vélstjóri og skipstjóri á mörgum skipum á langri sjómannsævi ýmist í eigin útgerð eða hjá öðrum. Fyrsti báturinn sem hann gerði út var Óðinn, sem hann keypti ásamt öðrum af [[Einar Sigurðsson|Einari „ríka“ Sigurðssyni]]. Seinna var hann í útgerð með Ingólfi Arnasyni og var skipstjóri á Ingþóri og Stefáni Þór sem þeir gerðu út. Þá var hann um langt skeið stýrimaður á Freyju hjá Sigurði Sigurjónssyni, vélstjóri hjá frændum sínum Ingólfi og Sveini Matthíassonum á Haferninum og á Baldri hjá Hannesi Haraldssyni svo nokkrir séu nefndir en þeir voru kunnir sjósóknarar hér í Eyjum á árum áður. Þá var hann á stríðsárunum skipstjóri á birgðabáti hjá breska hernum í Hvalfirðinum. Tæplega sjötugur keypti hann sér 4,5 tonna bát sem hann gaf nafnið Freyja og réri á henni fram undir átrætt.<br> Dolli var mjög víðlesinn og mér er til efa að hér á bókasafninu séu margar bækur sem hann hefur ekki gluggað í. Hann las allar tegundir bókmennta allt frá ævisögum til vísindarita enda kom maður ekki að tómum kofanum hjá honum þegar lífsgátan var rædd. Dolli hafði verið mjög hraustur um ævina enda segir það sig sjálft að menn stunda ekki sjóróðra fram undir áttrætt nema hafa þokkalega líkamsburði.<br> Hann var þeirrar gæfu aðnjótandi í október 1949 að bjarga skipsfélaga sínum sem fallið hafði útbyrðis. Hann stakk sér í sjóinn eftir honum og fyrir það afrek fékk hann afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda.<br> Á haustdögum sl. árs greindist hann með illvígan sjúkdóm og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eftir stutta legu.<br>
Dolli kom víða við á 70 ára löngum ferli sínum til sjós en hann byrjaði sjómennsku um fermingu og lauk henni um áttrætt. Ég held að Dolli hafi aldrei á sinni löngu ævi unnið launaða vinnu aðra en til sjós. Hann réri sem háseti, vélstjóri og skipstjóri á mörgum skipum á langri sjómannsævi ýmist í eigin útgerð eða hjá öðrum. Fyrsti báturinn sem hann gerði út var Óðinn, sem hann keypti ásamt öðrum af [[Einar Sigurðsson|Einari „ríka“ Sigurðssyni]]. Seinna var hann í útgerð með Ingólfi Arnasyni og var skipstjóri á Ingþóri og Stefáni Þór sem þeir gerðu út. Þá var hann um langt skeið stýrimaður á Freyju hjá Sigurði Sigurjónssyni, vélstjóri hjá frændum sínum Ingólfi og Sveini Matthíassonum á Haferninum og á Baldri hjá Hannesi Haraldssyni svo nokkrir séu nefndir en þeir voru kunnir sjósóknarar hér í Eyjum á árum áður. Þá var hann á stríðsárunum skipstjóri á birgðabáti hjá breska hernum í Hvalfirðinum. Tæplega sjötugur keypti hann sér 4,5 tonna bát sem hann gaf nafnið Freyja og réri á henni fram undir átrætt.<br> Dolli var mjög víðlesinn og mér er til efa að hér á bókasafninu séu margar bækur sem hann hefur ekki gluggað í. Hann las allar tegundir bókmennta allt frá ævisögum til vísindarita enda kom maður ekki að tómum kofanum hjá honum þegar lífsgátan var rædd. Dolli hafði verið mjög hraustur um ævina enda segir það sig sjálft að menn stunda ekki sjóróðra fram undir áttrætt nema hafa þokkalega líkamsburði.<br> Hann var þeirrar gæfu aðnjótandi í október 1949 að bjarga skipsfélaga sínum sem fallið hafði útbyrðis. Hann stakk sér í sjóinn eftir honum og fyrir það afrek fékk hann afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda.<br> Á haustdögum sl. árs greindist hann með illvígan sjúkdóm og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eftir stutta legu.<br>
Ég vil að lokum þakka Dolla i Sjónarhól samfylgdina og tel ég mig mann að meiru  að hafa átt hann að sem tengdaföður. Ég þakka honum það sem hann var börnum mínum og fjölskyldu. Ég bið eftirlifandi ættingjum hans Guðs blessunar.<br> Far þú í friði gamli vinur með þökk fyrir allt og allt.
Ég vil að lokum þakka Dolla i Sjónarhól samfylgdina og tel ég mig mann að meiru  að hafa átt hann að sem tengdaföður. Ég þakka honum það sem hann var börnum mínum og fjölskyldu. Ég bið eftirlifandi ættingjum hans Guðs blessunar.<br> Far þú í friði gamli vinur með þökk fyrir allt og allt.
:::::::::::::::::::::'''Þór Í.Vilhjálmsson frá Burstafelli'''<br><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Þór Í.Vilhjálmsson frá Burstafelli'''</div><br><br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
1.368

breytingar

Leiðsagnarval