Gísli Ólafsson (Gjábakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Ólafsson tómthúsmaður á Gjábakka 1801, síðar bóndi á Búastöðum og Vesturhúsum, fæddist um 1775 og lést 2. júní 1847.
Foreldrar hans voru Ólafur Ísólfsson bóndi á Vesturhúsum, f. 1731, á lífi 1779, og Valdís Jónsdóttir húsfreyja, f. um 1723, d. 7. apríl 1804.

Gísli var tómthúsmaður og sjómaður á Gjábakka 1801, og þar bjó móðir hans hjá honum, 79 ára.
Hann var bóndi á Búastöðum 1808, á Vesturhúsum 1816, 65 ára ekkill og fátæklingur á Vilborgarstöðum 1835, 73 ára ekkill og fátæklingur í Godthaab 1845.
Hann lést 1847, niðursetningur.

Kona Gísla, (30. janúar 1801), var Guðríður Arviðsdóttir húsfreyja, f. um 1774, d. 18. september 1826.
Börn þeirra hér:
1. Ísólfur Gíslason, f. 3. desember 1801, d. 6. desember 1801 úr ginklofa.
2. Jón Gíslason, f. 7. júní 1803, d. 16. júní 1803 úr ginklofa.
3. Ólafur Gíslason, f. 30. janúar 1806, jarðs. 16. febrúar 1806, dó úr ginklofa.
4. Margrét Gísladóttir, f. 26. júlí 1807, d. 1. ágúst 1807 úr ginklofa.
5. Jón Gíslason, f. 2. september 1808, d. 10. september 1808, lifði 5 daga, dó úr ginklofa.
6. Þórunn Gísladóttir, f. 19. apríl 1809, d. 10. maí 1809 úr ginklofa.
8. Guðný Gísladóttir, f. 8. nóvember 1810, tvíburi, d. 14. nóvember 1810 „úr þrringslum í querrkum“, líklega ginklofi.
9. Helgi Gíslason, f. 8. nóvember 1810, tvíburi, d. 14. nóvember 1810 „úr þrringslum í querrkum“, líklega ginklofi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.