Guðrún Stígsdóttir (Brekkuhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Stígsdóttir vinnukona frá Brekkuhúsi fæddist 12. september 1817 og lést 28. febrúar 1868.
Foreldrar hennar voru Stígur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 2. apríl 1793, d. 8. mars 1838, og kona hans Oddrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1781, d. 1. september 1846.

Guðrún var með fjölskyldu sinni í Ömpuhjalli og Brekkuhúsi, síðan með ekkjunni móður sinni, og 1845 með henni hjá Þóru systur sinni. Hún var svo vinnukona hjá Pétri Jónssyni og Guðrúnu Eyjólfsdóttur í Elínarhúsi 1850, en 1855 var hún hjá Þóru í Brekkuhúsi og vinnukona þar 1860.
Guðrún var ógift og barnlaus.
Hún lést 1868, „niðursetningur frá Brekkuhúsi- af uppdráttarveikindum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.