Guðmundur Magnússon (Skíðbakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Magnússon frá Lágafelli í A-Landeyjum, bóndi á Skíðbakka þar, skírður 18. febrúar 1792, lést 27. mars 1840 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson bóndi á Búðarhóli, skírður 18. október 1763 í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, og fyrri kona hans Kristín Árnadóttir ættuð úr Mýrdal, f. 1755, d. 16. september 1786.

Guðmundur bjó á Skíðbakka 1817-1840. Hann kvæntist fyrri konu sinni Margrét 1815 og missti hana 1816 í Klauf í V-Landeyjum.
Hann kvæntist Málhildi 1817. Þau eignuðust 15 börn, en 8 náðu fullorðinsaldri.
Guðmundur fluttist til Eyja skömmu fyrir andlát sitt og lést þar 1840, en Málhildur bjó áfram á Skíðbakka og lést þar 1845.

Guðmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (16. nóvember 1815), var Margrét Ólafsdóttir húsfreyja frá Snotru í A-Landeyjum, f. 3. apríl 1793, d. 24. júlí 1816 í Klauf í V-Landeyjum. Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Guðmundar, (20. júlí 1817), var Málhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1798, d. 18. júní 1845. Systir Málhildar í Eyjum var Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Guðmundur Guðmundsson húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865.
2. Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, hrapaði til bana 27. maí 1858.
3. Sæmundur Guðmundsson húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 1837, d. 18. október 1890.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Flokkur: Fólk í dvöl.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.