Anna Kristín Linnet

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Kristín Linnet.

Anna Kristín Linnet frá Tindastóli, húsfreyja fæddist þar 24. júní 1927 og lést 23. nóvember 2021.
Foreldrar hennar voru Júlíus Kristján Linnet sýslumaður, bæjarfógeti, f. 1. febrúar 1881, d. 11. september 1958, og kona hans Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1890, d. 29. apríl 1968.

Börn Jóhönnu og Kristjáns:
1. Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014.
2. Elísabet Lilja Linnet innheimtustjóri, f. 1. nóvember 1920, d. 8. september 1997.
3. Stefán Karl Linnet flugumferðarstjóri, ljósmyndari, loftskeytamaður,, f. 19. nóvember 1922, d. 10. maí 2014.
4. Hans Ragnar Linnet aðalgjaldkeri, f. 31. maí 1924, d. 23. maí 2002.
5. Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet, f. 31. maí 1924, d. 6. september 2013.
6. Anna Kristín Linnet húsfreyja, f. 24. júní 1927, d. 23. nóvember 2021.
Dóttir Jóhönnu og kjörbarn Kristjáns var
7. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Uppeldissystir
8. Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, rannsóknamaður, f. 26. febrúar 1932, d. 19. júní 2020.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, á Tindastóli, flutti með þeim til Reykjavíkur 1940.
Hún fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, er hún kom heim frá Kaupmannahöfn 1949.
Hún flutti til Kaupmannahafnar 1947, var þar í vist (au pair).
Síðar vann hún í 15 ár í versluninni Dagnýju við Laugaveginn og síðar í nokkur ár í bakaríinu við Hagamel.

Þau Sigurður Óskar giftu sig 1947 í Kaupmannahöfn og bjuggu þar til 1949, er þau sneru til Reykjavíkur. Þau eignuðust þrjú börn og eitt kjörbarn, bjuggu í Sörlaskjóli og á Hagamel, en fluttu í fjölbýli fyrir eldri borgara í Árskógum 1993.
Sigurður Óskar lést árið 2000 og Anna 2021.

I. Maður Önnu Kristínar, (1947), var Sigurður Óskar Jónsson bakarameistari, f. 24. desember 1921, d. 16. október 2000. Foreldrar hans voru Jón Símonarson, f. 7. maí 1893, d. 29. júní 1978 og Hannesína Ágústa Sigurðardóttir, f. 8. ágúst 1902, d. 19. september 1985.
Börn þeirra:
1. Edda Sigurðardóttir, f. 6. júní 1951, d. 10. september 2018, kjörbarn, dóttir Elísabetar Lilju systur Önnu Kristínar.
2. Jón Sigurðsson, f. 25. júní 1953.
3. Kristján Sigurðsson, f. 12. febrúar 1956.
4. Hannes Sigurðsson, f. 20. ágúst 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.