Úr Morgunblaðinu
18. febrúar 1973 ,,Þetta stóð eitthvað nærri mér'' Hvað á að segja um mann sem er vestmannaeyingur og hefur síðasta ár verið upptekin við að mála myndir af því sem hann kallar hefnd Helgafells - gosi og hrauni á Heimaey? Og hefur meira að segja sett á málverk nýja keilu einmitt Þar sem eldurinn og askan teygja sig til himins þessa dagana. Slíkur maður er Guðni Hermansen. Úr Morgunblaðinu 18 apríl 1984 ,, þótt vestmannaeyjar séu ef til vill ekki stórar af efnismagni, þá er hreint ótrúlegt hve þær eru ríkar af myndefni fyrir listmálara og síður fyrir höggmyndagerðamenn. Sífellt birtuspil hafs, fjalls og himins er nokkuð sem menn reyna, það er ekki mögulegt að útskýra það í orðum en hugsanlega í málverkinu'' Úr Morgunblaðinu 7. nóvember 1976 Guðni Hermansen er heimamálari þeirra eyjamanna og það fer ekki á milli mála að kveikjan að myndgerð Guðna er sótt í landslag og náttúruumbrot þar í eyjum. Gosið í eyjum virðist hafa haft mikil áhrif á list hans, og er það ekki nema eðlilegt. Það eru ekki margir listamenn í veröldinni sem upplifa það að jörðin springur og eys eldi við fætur þeirra. Úr Morgunblaðinu 15. apríl 1976 ,,Það er svo sérkennilegt með Helgarfell, eins og það er með stílhreina lögun, að það kostaði áralanga reynslu að ná því eðlilegu á mynd. Margir málarar hafa reynt við Helgarfell á stuttum tíma og sjaldnast hefur það komið út það Helgarfell sem býr yfir einstakri ljóðrænu, en um leið krafti sem við grannar fellsins þekkjum´´ Úr Morgunblaðinu 11. apríl 1970 Málverk Guðna eru undraheimur, en ætíð kemur manneskjan inní spilið. Að sitja í kjallaranum og horfa á myndirnar, var eins og að hlusta á þögnina, inní undraheimi málarans.. Guðni vildi fátt um myndirnar segja. ,,Ég er ekkert fyrir svoleiðis lagað, sagði hann. ,,Þetta kemur aðeins eftir því sem mér dettur í hug, hvort sem það er draumur, ákveðið atvik eð ekki neitt. Jafnvel úr engu þykir mér spretta best´´ Úr Lesbók Morgunblaðsins júli 1988 ,,Fyrstu olíumyndina mína málaði ég eftir ferð uppá á háaloft. Þar fann ég olíuliti sem mamma hafði átt, gamlar túbur, og þar með var ég byrjaður að mála með olíulitum 8 ára gamall. Síðan hefur pensillinn aldrei verið langt frá hendinni´´ Úr Lesbók Morgunblaðsins 17. október 1976 Það kemur ekki á óvart að Guðni kveðst hafa sérstakarlegar mætur á Salvador Dali. Þó segist hann ekki hafa lagt stund á það að stúdera Dali, né heldur súrrealista. En myndir Guðna hafa oft að auki ýmis táknræn gildi og umfram allt annað hefur gosið verið áhrifavaldur í verkum hans uppá síðkastið. Samgróinn náttúru Eyjanna og hjartslætti lífsins Guðni Hermansen sá fyrst dagsins ljós á útmánuðum fyrir rúmum 50 árum og síðan hefur hann horft sínum stóru augum á fyrirbæri lífsins, að því er virðist með sívaxandi ástríðu og undrun. Ekki er gott að henda reiður að hvænær hann fann þörf hjá sér til að tjá öðrum skynjanir sínar í formi og litum en ég minnist þess að hafa á skólasýningu séð eftir hann mynd af svörtum saxófónleikara - enda leið ekki á löngu þar til hann var orðinn driffjöður í danshljómsveit og lék jöfnum höndum á píanó og saxa. Svo líða árin. Guðni nemur málaraiðn, gerist meistari í sínu fagi, festir ráð sitt og byggir sér hús í túnfæti æskuheimilisins - maður vissi ekki annað en hér væri risinn á legg sóma borgari sáttur við guð og tilveruna. Þá var einn haustdag að síminn hringir hjá mér. Guðni Hermansen. Ég heyrði strax að þetta hlédræga prúðmenni átti erfitt að tjá sig um erindið, við ekki meira en svo málkunnugir. Jú hann hugðist efna til málverkasýningar en hafði ekki hugmynd hvað hlutirnir áttu að kosta. Hvort ég gæti hjálpað uppá sakirnar? Ýmislegt hafði ég lagt fyrir mig um dagana, en maður sem hafði fengið innfall að gera mig að verðlagstjóra á myndlist hlaut að vera í meira lagi klikkaður - og forvitnilegur. Þegar ég kom í Birkihlíðina var ekki um að villast: málarameistarinn hafði heldur betur runnið út af borgaralegri rennibraut sinni því kjallarinn flóði bókstaflega í galdralitum og dulkynjuðum formum. Er ekki að orðlengja það, fyrsta sýningin var opnuð og seldist næstum upp ef ég man rétt. Þetta var 1964. Síðan hefur Guðni haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og jafnan vakið mikla athygli, kanski ekki allir sammála nema eitt: Guðni Hermansen og enginn annar. Guðni er mikill Eyjamaður og hann unir
sér hvergi nema þar og svo er hann samgróinn náttúru
staðarins og hjartslætti lífsins að hann málaði
eldgosið áður en það hófst.
|