Þórður Árnason (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. ágúst 2015 kl. 13:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. ágúst 2015 kl. 13:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Árnason húsmaður í Götu 1839-1849, síðan bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, fæddist 1817 í Mýrdal, og drukknaði undan Landeyjasandi 30. nóvember 1851.
Faðir hans var Árni Þórðarson bóndi í Holti og Garðakoti í Mýrdal, alinn upp að Felli í Mýrdal hjá sr. Oddi föðurbróður sínum Jónssyni og konu hans Guðfinnu Þorsteinsdóttur bónda í Árbæ í Holtum Kortssonar, en hún var ekkja eftir sr. Þórð Sveinsson í Kálfholti. Árni Þórðarson var f. í Árbæ 8. mars 1787, d. í Garðakoti í Mýrdal 9. júlí 1837.
Faðir hans var Þórður bóndi og hreppstjóri í Árbæjarhjáleigu og síðan í Árbæ í Holtum, f. 1728 í Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum, d. 18. júní 1874 í Árbæ, Jónsson prests að Eyvindarhólum, áður um skeið aðstoðarprestur í Eyjum, f. 1680, d. í nóvember 1745, Oddssonar „yngra“ prests á Kirkjubæ, f. 1651, d. 1732, Eyjólfssonar og konu sr. Odds Kristínar húsfreyju á Kirkjubæ, f. 1652, Þórðardóttur.

Móðir Þórðar í Árbæ og önnur kona (með konungsleyfi vegna skyldleika við fyrri konu hans. Þær voru systradætur) sr. Jóns Oddssonar var Þórdís húsfreyja, f. 1690, Guðmundsdóttir „eldri“ eða „yngri“ bónda í Eyvindarmúla í Fljótshlíð, f. 1637, á lífi 1710, Jónssonar og konu Guðmundar, Guðríðar húsfreyju, f. 1650, Magnúsdóttur.
Móðir Árna í Holti og barnsmóðir Þórðar í Árbæ var Guðrún vinnukona í Árbæ, f. um 1757, Árnadóttir. Guðrún fékk sekt 1757 fyrir að ala óskilgetið barn.
Móðir Þórðar í Götu og fyrri kona Árna í Holti var Guðrún „yngri“ húsfreyja í Holti og Garðakoti í Mýrdal, f. 15. febrúar 1792 í Vatnsskarðshólum, d. 15. nóvember 1830 í Garðakoti, Þorsteinsdóttir bónda í Vatnsskarðshólum og á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1746 í Áshól í Holtum, d. 9. júlí 1834 í Mýrdal, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal og í Áshól, f. 1715, Jónssonar og fyrri konu Eyjólfs, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, á lífi 1762, Sigurðardóttur.
Móðir Guðrúnar Þorsteinsdóttur og kona Þorsteins í Vatnsskarðshólum var Karítas húsfreyja, f. 1752, d. 1800, Jónsdóttir Scheving, dóttir Jóns klausturhaldara Vigfússonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving, f. 1718, d. 1784, en hún varð síðar kona sr. Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Fjöldi fólks í Eyjum er frá Þórunni runnið með Jónum báðum.
Þannig var Martea Guðlaug Pétursdóttir fyrri kona Guðjóns á Oddsstöðum komin af Þórunni og Jóni Steingrímssyni gegnum móður sína og hér er Guðjón runnin frá Þórunni og Jóni klausturhaldara um Þórð Árnason og Guðrúnu dóttur hans.

Kona Þórðar Árnasonar var Guðríður Ingimundardóttir húsfreyja í Götu og Hallgeirseyjarhjáleigu, f. 23. júlí 1818, d. 9. september 1880.
Börn þeirra Þórðar:
2. Guðrún Þórðardóttir í Túni, f. 11. desember 1839, d. 27. ágúst 1890.
3. Þórður Þórðarson, f. 11. janúar 1841, d. 21. janúar 1841 úr ginklofa.
4. Karítas Þórðardóttir, f. 8. febrúar 1842, d. 13. febrúar 1842 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1976.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyingar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubók.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.