Þórunn Sigurðardóttir (Melstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. september 2018 kl. 17:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. september 2018 kl. 17:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Systkinin Þórunn Sigurðardóttir og Þorsteinn Sigurðsson, - frá Melstað.













Jón Ólafsson og Þórunn Sigurðardóttir.


Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 6. ágúst 1911 og lést 17. janúar 1996.
Foreldrar hennar voru Sigurður Hermannsson útvegsbóndi á Melstað, f. 15. desember 1885, d. 20. maí 1920 og kona hans Sigrún Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.
Þórunn var systir Þorsteins Sigurðssonar á Melstað, síðar á Blátindi, en Sigrún móðir Þórunnar og Þorsteins var alsystir Þorsteins Jónssonar í Laufási.

Þórunn var í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað 1930-1931. Eftir lát Jóns vann hún um skeið í fiskiðnaði og síðan við afgreiðslu hjá Mjólkursamsölunni.

Maður Þórunnar var Jón Ólafsson bankamaður frá Garðhúsum, f. 20. mars 1909, d. 9. mars 1960.
Þau bjuggu á Hásteinsvegi 47.
Barn Þórunnar og Jóns er Sigurður Þórir Jónsson hafnarvörður, f. 8. nóvember 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.