Þórunn Ragnarsdóttir (sjúkraþjálfari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórunn Ragnarsdóttir (sjúkraþjálfari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þórunn Ragnarsdóttir.

Þórunn Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari fæddist 3. júlí 1957 á Fæðingadeild Landspítalans.
Foreldrar hennar voru Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri f. 9. apríl 1924 á Gerðisstekk í Norðfirði, d. 26. mars 1991, og kona hans Pálína Jónsdóttir frá Norðurhjáleigu í Álftaveri, V-Skaft., húsfreyja, f. 23. janúar 1923, d. 7. ágúst 2010.

Börn Pálínu og Ragnars voru:
1. Þórunn Ragnarsdóttir húsfreyja, BSc-sjúkraþjálfari, f. 3. júlí 1957 á Landspítalanum.
2. Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 21. febrúar 1960.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku, á Strönd til 1969, Bakkastíg 4 til Goss, en það hús lenti undir hrauni. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og síðan í Kópavog, en flutti aftur til Eyja 1974. Þau keyptu húsið að Höfðavegi 46 og bjuggu þar.
Hún lauk stúdentsprófi í Verslunarskóla Íslands 1977, BSc-prófi í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands 1982. Hún vann við Borgarspítalann og síðan við Landsdpítalann frá 1982.
Þau Matthías giftu sig 1993, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Þórunnar, (4. desember 1993), er Matthías Magnússon frá Þórshöfn á Langanesi, vélstjóri frá Vélskólanum í Eyjum, rafvélavirki, f. 11. nóvember 1957. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson frá Læknesstöðum á Langanesi, útvegsbóndi, sjómaður, f. 23. desember 1894, d. 1. nóvember 1989, og kona hans Signý Guðbjörnsdóttir frá Syðra-Álandi í Þistilfirði, húsfreyja, f. 23. október 1917, d. 21. janúar 1997.
Börn þeirra:
1. Pálína Björk Matthíasdóttir viðskiptafræðingur frá CBS í Kaupmannahöfn, stjórnarráðsstarfsmaður, f. 9. nóvember 1981 í Reykjavík. Maður hennar er Jónas Haraldsson.
2. Sigmar Þór Matthíasson tónlistarmaður frá New School of Jass and Contemporary Music í New York, f. 24. apríl 1987 í Reykjavík. Kona hans er Ósk Ingadóttir.
3. Ragnheiður Matthíasdóttir stjórnmálafræðingur, er í framhaldsnámi, f. 7. september 1993 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.
  • Þórunn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.