Þórsteina Pálsdóttir (Þingholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2019 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2019 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórsteina Pálsdóttir (Þingholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þórsteina Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja fæddist þar 22. desember 1942.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Þórsteina var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var níu ára.
Hún var starfsmaður á leikskólanum á Sóla, vann afgreiðslustörf í Mjólkurbúðinni, vann í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu og síðar við fatageymslu Samkomuhússins.
Hún eignaðist barn með Árna 1962 og með Baldvin 1968, en missti Baldvin á þriðja ári hans.
Hún bjó í Þingholti við fæðingu Sigurbjörns 1962, bjó á Hólagötu 30 með Baldvin Þór, bjó með hann á Búastaðabraut 9 við lát hans 1970, og bjó þar með Sigurbjörn við Gos.
Þau Þórður giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Búhamri 7, sem þau byggðu á árunum 1975-1976.

Barnsfaðir Þórsteinu var
I. Árni Sigurbjörnsson sjómaður, Eyrarvegi 5 Akureyri, f. 9. apríl 1941.
Barn þeirra:
1. Sigurbjörn Árnason, f. 3. maí 1962 í Eyjum. Kona hans er Edda Ingibjörg Daníelsdóttir.

II. Barnsfaðir Þórsteinu var Baldvin Baldvinsson, f. 29. júní 1943, d. 15. desember 1989.
Barn þeirra var:
2. Baldvin Þór Baldvinsson, f. 18. maí 1968, d. 8. desember 1970.

III. Maður Þórsteinu, (9. júní 1973), er Þórður Karlsson húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri í Eyjum, f. 2. september 1949.
Börn þeirra:
3. Kristbjörg Oddný Þórðardóttir húsfreyja á Áshamri 63, f. 9. október 1975 í Reykjavík, d. 4. janúar 1999. Maður hennar er Arnar Richardsson.
4. Þórdís Þórðardóttir húsfreyja í Garðabæ, kennari, flugfreyja, f. 18. maí 1977 í Eyjum. Maður hennar er Hörður Már Þorvaldsson.
5. Eyþór Þórðarson vélstjóri, Bröttugötu 31, f. 22. júlí 1981. Sambýliskona er Andrea Kjartansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.