Þórhildur Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2012 kl. 15:57 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2012 kl. 15:57 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þórhildur til hægri og systir hennar Unnur til vinstri.

Þórhildur Þorsteinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 20. janúar 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 21. desember 2004. Foreldrar hennar voru Elínborg Gísladóttir og Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi í Laufási í Vestmannaeyjum. Systkini Þórhildar eru ellefu: Unnur, f. 1904, látin, Gísli, f. 1906, látinn, Ásta, f. 1908, látin, Jón, f. 1910, látinn, Fjóla, f. 1912, Ebba, f. 1916, látin, Anna, f. 1919, Bera, f. 1921, Jón, f. 1923, Dagný, f. 1926, Ebba, f. 1927, látin og Ástþór, f. 1936, sonur Unnar, ólst upp með þeim.

Þórhildur giftist 12. júní 1926 Sveinbirni Högnasyni, prófasti og alþingismanni í Breiðabólstað í Fljótshlíð. Börn þeirra eru fjögur: Ragnhildur, f. 25.3. 1927, Lambey í Fljótshlíð, Sváfnir, f. 26.7. 1928, fv. prestur og prófastur að Kálfafellsstað og Breiðabólstað, Elínborg, f. 10.6. 1931, fv. kennari og læknaritari, Reykjavík og Ásta, f. 9.7. 1939, fv. bankastarfsmaður, Reykjavík. Þórhildur átti 22 barnabörn, 41 langömmubarn og 3 langalangömmubörn.