Þuríður Sigurðardóttir (Reynistað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2016 kl. 11:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2016 kl. 11:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir á Reynistað, húsfreyja fæddist 31. október 1907 í Garðbæ og lést 27. júlí 1992.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918, og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 24. september 1876, d. 8. nóvember 1952.

Hálfbróðir Þuríðar, sammæddur, var
1. Ólafur Ragnar Sveinsson bifreiðastjóri, heilbrigðisfulltrúi á Flötum, f. 25. ágúst 1903, d. 2. maí 1970.
Börn Margrétar og Sigurðar Ólafssonar voru:
2. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir, síðast í Garðabæ, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, d. 9. febrúar 1990.
3. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja á Reynistað, f. 31. október 1907, d. 27. júlí 1992.
4. Bogi Óskar Sigurðsson sýningastjóri, f. 12. desember 1910, d. 14. mars 1980.
5. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. janúar 1912, d. 29. maí 1968.
6. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, bjó í Eyjum, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987.
7. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir vinnukona, síðast í Reykjavík, f. 7. nóvember 1916, d. 26. maí 1971.
8. Sigurður (Sigurðsson) Guðlaugsson rakari í Reykjavík og Keflavík, kjörsonur Guðlaugs, síðari manns Margrétar, f. 19. júlí 1918, d. 3. júlí 1958.
Einnig fóstruðu þau stúlku, sem var systurdóttir Guðlaugs. Hún er
9. Sigurbjörg Guðmundína Alda Friðjónsdóttir, f. 19. janúar 1926 í Götu.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Garðbæ til 1913, en þá fluttist fjölskyldan að Rafnseyri, (Kirkjuvegi 12).
Faðir hennar lést, er hún var 11 ára. Móðir hennar bjó ekkja á Rafnseyri og síðan þar með Guðlaugi Sigurðssyni.
Þuríður var í Djúpadal í Hvolhreppi við fæðingu Sigurlaugar, en var með móður sinni og Guðlaugi við skírn hennar 1926. Þuríður var fjarverandi 1927, en Sigurlaug var hjá Margréti og Guðlaugi.
Þau Sigurlás giftu sig í lok árs 1928 og hann fluttist formlega til Eyja frá Efra-Hvoli í Hvolhreppi árið eftir.
Þau bjuggu á Rafnseyri við fæðingu Eggerts 1929 og Þorleifs 1930, en á Brekastíg 28, (Hálsi) í lok árs 1930 og enn 1933, en voru komin að Reynistað, (Vesturvegi 7) 1934. Þar bjuggu þau síðan.
Sigurlás lést 1980 og Þuríður 1992.

I. Barnsfaðir Þuríðar var Ólafur Jónsson frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, síðar bóndi í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði, f. 24. september 1898, d. 16. júní 1966.
Barn þeirra var:
1. Margrét Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 31. júlí 1926 í Djúpadal í Hvolhreppi, d. 13. apríl 2015.

II. Maður Þuríðar, (23. desember 1928), var Sigurlás Þorleifsson verkamaður, f. 13. ágúst 1893 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang., d. 26. nóvember 1980.
Börn þeirra:
2. Eggert Sigurlásson, f. 20. febrúar 1929 á Rafnseyri, (Kirkjuvegi 12), d. 29. ágúst 1978.
3. Þorleifur Sigurlásson, f. 16. mars 1930 á Rafnseyri.
4. Anna Sigurlásdóttir, f. 18. janúar 1933 á Hálsi v. Brekastíg, d. 2. janúar 2010.
5. Kristín Sigurlásdóttir, f. 28. apríl 1935 á Reynistað.
6. Ásta Sigurlásdóttir, f. 5. febrúar 1937 á Reynistað, d. 29. mars 2015.
7. Ólöf Sigurlásdóttir, f. 11. janúar 1939 á Reynistað.
8. Jóna Sigurlásdóttir, f. 11. júlí 1940 á Reynistað.
9. Gústaf Sigurlásson, f. 19. september 1941 á Reynistað.
10. Helgi Sigurlásson, f. 8. janúar 1944 á Reynistað.
11. Andvana drengur, tvíburabróðir Helga, f. 8. janúar 1944.
12. Reynir Sigurlásson, f. 6. janúar 1946 á Reynistað, d. 1. mars 1979.
13. Erna Sigurlásdóttir, f. 23. september 1947 á Reynistað, d. 19. júní 1989.
14. Margrét Sigurlásdóttir, f. 1. janúar 1949 á Reynistað.
15. Geir Sigurlásson, f. 1. apríl 1950 á Reynistað.
16. Linda Sigurlásdóttir, f. 5. mars 1955 á Reynistað.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.