Þorleifur Sigurðsson (verkamaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 21:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 21:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorleifur Sigurðsson (verkamaður)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorleifur Sigurðsson frá Oddakoti í A-Landeyjum. verkamaður fæddist 5. ágúst 1884 og lést 11. apríl 1952.
Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason bóndi, f. 10. mars 1850 í Oddakoti, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893, og kona hans Margrét Þorleifsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona í Þorlaugargerði, f. 23. júlí 1842 á Tjörnum u. Eyjafjöllum, d. 17. ágúst 1922 í Eyjum.

Bróðir Þorleifs var Þorsteinn Sigurðsson afgreiðslumaður, útgerðarmaður, formaður, fiskkaupmaður, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935.

Þorleifur (Leifi) var með foreldrum sínum í bernsku, en faðir hans drukknaði 1893. Hann var með móður sinni í Oddakoti 1901, vinnumaður hjá henni í Skíðbakkahjáleigu 1910, ráðsmaður hennar þar 1920.
Þorleifur fluttist til Eyja 1922, bjó í Hjálmholti, á Landagötu 21, en síðar á Jaðri.
Hann lést á Sjúkrahúsinu 1952.
Þorleifur var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Pers.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.