Þorkell Guðmundsson (Markarskarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. febrúar 2020 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. febrúar 2020 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorkell Guðmundsson bóndi í Markarskarði í Hvolhreppi, síðar í Ártúni fæddist 17. maí 1876 og lést 17. janúar 1952 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi á Gafli í Flóa, f. 10. ágúst 1832, d. 10. júlí 1877, og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Gafli í Flóa, ekkja og húskona þar 1880, f. 6. júlí 1841, d. 15. september 1924.

Þorkell missti föður sinn rúmlega eins árs. Hann var sveitarbarn í Bollakoti í Fljótshlíð 1880, niðursetningur þar 1990, vinnumaður og sjóróðrarmaður í Vatnsdal þar 1901, ókvæntur lausamaður í Nikulásarhúsi þar 1910.
Þau Guðrún giftu sig 1910, eignuðust níu börn, en misstu eitt þeirra tveggja mánaða gamalt.
Þau voru bændur í Markarskarði í Hvolhreppi 1911-1921, en þá lést Guðrún. Eyjólfur faðir hennar hafði verið hjá þeim, en lést sama ár og Guðrún. Þorkell bjó þar 1922 með fimm börn og móður sína 79 ára.
Hann bjó þar 1923 með Önnu Andrésdóttur konu sinni 36 ára, fimm börnum sínum og Guðbjörgu Lilju Árnadóttur dóttur Önnu og Árna Gíslasonar frá Stakkagerði; hún f. 22. desember 1919 á Reynivöllum. Þau bjuggu þar enn 1925, en fluttu þaðan 1926, og þá var Þorkell vinnumaður í Vatnsdal í Fljótshlíð með Önnu konu sína og þrjú börn sín. Anna lést úr berklum á Landakotsspítala 1928.
Þorkell var lausamaður á Tumastöðum í Fljótshlíð 1928 með Helga son sinn hjá sér, í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð 1929 með Elínu dóttur sína hjá sér. Hann var staddur í Sjólyst 1930 með Helga og Önnu, var lausamaður á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1931 til 1939, er hann flutti til Önnu dóttur sinnar í Ártúni við Vesturveg 20.
Hann lést 1952.

I. Fyrri kona Þorkels, (29. desember 1910), var Guðrún Eyvindsdóttir frá Litla-Kollabæ í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 21. maí 1882, d. 24. júní 1921. Foreldrar hennar voru Eyvindur Björnsson bóndi, síðast í Markarskarði í Hvolhreppi, f. 7. september 1842, d. 15. júní 1921 og kona hans Anna Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1840, d. 9. janúar 1905.
Börn þeirra:
1. Kjartan Þorkelsson, f. 12. nóvember 1911, d. 8. janúar 1912.
2. Anna Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. nóvember 1912, d. 25. janúar 1996. Maður hennar Sigurjón Sigurðsson.
3. Þuríður Sesselja Þorkelsdóttir húsfreyja, saumakona á Selfossi, f. 10. janúar 1914, d. 4. ágúst 2009. Fyrri maður hennar Hjörtur Jónsson. Sambýlismaður hennar var Svavmundur Sigurjón Jónsson.
4. Magnús Karl Óskar Þorkelsson, síðast í Hvolhreppi, f. 31. janúar 1915, d. 26. október 1993.
5. Soffías Ingimundur Þorkelsson vélvirki, f. 23. janúar 1916, d. 5. maí 2006. Kona hans Elín Sigurðardóttir.
6. Guðríður Þorkelsdóttir, síðast á Selfossi, f. 2. apríl 1917, d. 15. nóvember 1998. Maður hennar Bergsteinn Halldórsson.
7. Ólafur Þorkelsson bifvélavirki á Hellu, síðar í Reykjavík, fóstraður á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 7. ágúst 1918, d. 13. júlí 2011. Kona hans Anna Lísa Jóhannesdóttir.
8. Elín Þorkelsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Noregi, fóstruð í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, f. 25. september 1919, d. 29. janúar 2016. Maður Helge Leonhard Johansen.
9. Helgi Þorkelsson vélstjóri, verkstjóri í Garðabæ, f. 17. september 1920, d. 4. mars 2014. Kona hans Hulda Haraldsdóttir.

II. Síðari kona Þorkels, (9. júní 1922), var Anna Andrésdóttir frá Syðri-Hóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 25. mars 1887, d. 12. nóvember 1928.
Þau voru barnlaus, en Anna átti
10. Guðbjörgu Lilju Árnadóttur, f. 23. desember 1919 á Reynivöllum, síðast í Reykjavík, d. 16. september 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.