Þorgeir Guðfinnsson (bifvélavirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. apríl 2020 kl. 16:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. apríl 2020 kl. 16:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorgeir Guðfinnsson (bifvélavirki)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorgeir Guðfinnsson bifvélavirki, f. 19. febrúar 1968.
Foreldrar hans voru Guðfinnur Þorgeirsson frá Skel, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. nóvember 1926, d. 22. mars 2012, og síðari kona hans Valgerður Helga Eyjólfsdóttir frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. júlí 1934.

Börn Sigurleifar Ólafíu og Guðfinns:
1. Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1947.
2. Hafsteinn Grétar Guðfinnsson sjávarlíffræðingur, f. 5. ágúst 1950.
3. Sigurleif Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1956.
4. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, starfsmaður LÍN, f. 18. nóvember 1956.

Börn Guðfinns og Valgerðar Helgu:
5. Þorgeir Guðfinnsson bifvélavirki, f. 19. febrúar 1968.
Dætur Valgerðar Helgu og fósturbörn Guðfinns:
6. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir á Selfossi, f. 8. ágúst 1953.
7. Lilja Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 14. október 1955.

Þorgeir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði verkamannastörf í fiskiðnaði, flutti til Selfoss 1988. Þar vann hann hjá S.G. einingahúsum.
Þorgeir flutti til Reykjavíkur 1990, nam bifvélavirkjun, varð sveinn 1998. Hann hefur unnið hjá Bílabúð Benna.
Þau Guðrún Þórey giftu sig 2003, eignuðust tvö börn. Þau búa á Víkurbakka 10 í Reykjavík.

I. Kona Þorgeirs, (16. ágúst 2003), er Guðrún Þórey Ingólfsdóttir frá Drangshlíðardal u. A-Eyjafjöllum, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, f. 2. maí 1964 í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Ingólfur Björnsson frá Drangshlíð u. Eyjafjöllum, bóndi í Drangshlíðardal þar, f. 30. nóvember 1925, og Lilja Sigurgeirsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 16. september 1929.
Börn þeirra:
1. Guðfinnur Þorgeirsson iðnverkamaður, f. 14. janúar 1994. Unnusta hans Gabríela Birna Jónsdóttir.
2. Ingólfur Arnar Þorgeirsson stuðningsfulltrúi í grunnskóla, f. 6. desember 1996, ókvæntur.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.