Þorbjörn Þórðarson (Svaðkoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. október 2021 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. október 2021 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörn Þórðarson vinnumaður, sjómaður frá Svaðkoti, fæddist 28. mars 1834 á Söndum u. Eyjafjöllum og drukknaði 29. apríl 1858.
Faðir hans var Þórður bóndi á Hjáleigusöndum og Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 1782 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 27. júlí 1838 á Hjáleigusöndum, Sveinsson bónda, síðast á Hryggjum í Mýrdal, f. 1758, d. 20. október 1838 á Skeiðflöt í Mýrdal, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal og Áshól u. Eyjafjöllum, f. 1715, og fyrri konu Eyjólfs, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, Sigurðardóttur.
Móðir Þórðar á Hjáleigusöndum og kona Sveins á Hryggjum var Guðrún húsfreyja, f. 1760 í Kálfholti í Holtum, d. 7. júlí 1838 á Skeiðflöt, Þórðardóttir prests í Kálfholti, f. 1727, d. 20. desember 1770, Sveinssonar, og konu sr. Þórðar, Guðfinnu húsfreyju, f. 1734, d. 23. ágúst 1824, Þorsteinsdóttur.

Móðir Þorbjörns í Svaðkoti og síðari kona Þórðar á Hjáleigusöndum var Ólöf húsfreyja, f. 1789, d. 16. apríl 1859, Þorbjörnsdóttir bónda í Ásólfsskála 1801, f. 1761, Árnasonar, f. um 1732, Þorbjörnssonar, og konu Þorbjörns í Ásólfsskála, Vilborgar húsfreyju, f. 1764, d. 2. nóvember 1826, Tómasdóttur bónda í Aurgötu, f. 1724, Þorsteinssonar og konu Tómasar Geirdísar Símonardóttur, f. 1734, d. 31. janúar 1791.

Þorbjörn var bróðir:
Vilborgar Þórðardóttur húsfreyju í Elínarhúsi,
Geirdísar Þórðardóttur húsfreyju í París og
Sveins Þórðarsonar tómthúsmanns í Brandshúsi
og var systursonur
Vigdísar Þorbjörnsdóttur í Svaðkoti,
Eyjólfs hreppstjóra á Búastöðum og
Árna Þorbjörnssonar bónda á Kirkjubæ.

Þorbjörn var með foreldrum sínum á Hjáleigusöndum 1835.
Hann var 7 ára fósturbarn hjá Vigdísi Þorbjörnsdóttur móðursystur sinni í Svaðkoti 1840 og enn 1846, 13 ára vinnupiltur á Ofanleiti 1847 og þar vinnupiltur 1848, vinnumaður þar 1849 og 1850, í Hjalli 1851 og 1852, í Háagarði 1853, í Juliushaab 1854-1856, í Sjólyst 1857.
Þorbjörn drukknaði „á smáferju á siglingu“ út af Klettsnefi 1858, 24 ára, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.