Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Kveðið í Slippnum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2013 kl. 20:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2013 kl. 20:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Kveðið í Slippnum“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Kveðið í Slippnum


Brynjólfur Einarsson:
Skýfall
Vantar þurrk og vantar birtu,
vætan fellir mig.
Nú þyrftu allir aukaskirtu
utan yfir sig. —
Rosatíð
Ekki er búið enn að kanna
alla hluti í náttúrunni
né, hvort hugir margra manna
megna að breyta veðráttunni.


Mb. Björgvin datt í slippnum
Fjarskalega fór þetta illa með hann,
flatur lenti Björgvin niður á sleðann.
Reykdal sagði, og var það mjög til vona,
voðalega slæmt að fá hann svona.


Guðmundur á Háeyri
um sama.
Agalegur vindur vatt
veika grenihæla.
Báturinn hann Björgvin datt
í brautina hans Sæla.


Guðmundur á Háeyri
um brennivínshækkun.
Andskoti er Dauðinn dýr,
drjúg er stjórnarbótin.
Verðið fullar fjórar kýr,
fæddar um aldamótin.


Sögin góða
Eins og brygði ofan í lög
eik með harða kvisti,
beitti enginn betri sög,
bútaði jafnt og risti.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit