Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Eykyndill 20 ára

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. september 2013 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2013 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Eykindill 20 ára á Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Eykyndill 20 ára)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar



EYKYNDILL 20 ÁRA


Lag: Ég elska hafið.
Vort óskabarn, við tvítugs tímamót,
mátt teljast ungt, en komið vel á fót.
Þú hefir unnið afrek bernsku frá,
sem allir meta, þakka, lofa og dá.
Um brimaströnd þú berð í hendi ljós,
að björgun vinnur jafnt til lands og sjós,
af ósérplægni eins um nótt sem dag,
í allra þágu, að bættum þjóðarhag.
Vér óskum, að þú lýsir langa stund
til lands-vors - heilla ávaxtir þitt pund,
að giftudrjúg þín vinni hjálparhönd,
um hafsins djúp, um fjall, um dal og strönd.
Svo lengi brimið brotnar upp við sand,
að byggt er okkar kæra föðurland,
og eygló björt á eyjafjöllin skín,
af ást og þökk mun verða getið þín.
Sveinbjörn Á. Benónýsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit