Ólafur Ólafsson vinnumaður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2015 kl. 20:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2015 kl. 20:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Ólafsson vinnumaður fæddist 28. ágúst 1834 á Mel í Holtum og lést 1884.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson bóndi, f. 3. nóvember 1794, d. 18. júlí 1849 og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1805, d. 28. janúar 1892.

Systir Ólafs var Ingibjörg Ólafsdóttir húskona í Frydendal, bústýra á Vesturhúsum 1860, f. 21. júlí 1829, d. 1896 í Utah.

Ólafur fluttist að Þorlaugargerði 1858 og var þar vinnumaður 1858-1859, í Draumbæ 1860, á Vesturhúsum 1861, á Kirkjubæ 1862.
Hann var með Kristínu Jónsdóttur í lausamennsku á Oddsstöðum 1863.
Þau Kristín fluttust bæði u. Eyjafjöll 1864, hann að Núpakoti, hún að Miðbæli.
Þau voru vinnufólk á Hrútafelli við giftingu sína 1865, ,,vistarbandslaus“ við fæðingu Magnúsar 1868, hann í Svaðbæli, hún í Steinum.
Þau misstu Magnús 5 daga gamlan úr ,,barnaveiki“, en Sigmundur fylgdi móður sinni undir Fjöllin.
Samkv. manntali 1901 lést maki Kristínar 1884 og það mun vera dánarár Ólafs.

Kona Ólafs, (14. maí 1865), var Kristín Jónsdóttir vinnukona, bústýra, f. 18. apríl 1839, d. 22. júní 1906.
Börn þeirra voru:
1. Sigmundur Ólafsson, f. 27. febrúar 1864 á Oddsstöðum.
2. Magnús Ólafsson, f. 21. maí 1868, d. 26. maí 1868 úr ,,barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.