Ólafur Nikulásson (Héðinshöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2017 kl. 17:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2017 kl. 17:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Nikulásson.

Ólafur Nikulásson bifreiðastjóri frá Héðinshöfða fæddist 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi og lést 27. maí 1987.
Foreldrar hans voru Nikulás Ívarsson frá Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, verkamaður, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. 31. október 1892, d. 5. maí 1963.

Börn Nikulásar og Ólafar:
1. Ólafur Nikulásson, f. 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli, Rang., d. 27. maí 1987.
2. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., síðast á Selfossi, d. 9. júní 1983.
3. Inger Ester Nikulásdóttir, f. 8. júní 1924 í Rang., síðast í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
4. Ívar Nikulásson bifreiðastjóri, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Móeiðarhvoli við fæðingu, síðan á Hemlu í V-Landeyjum og á Eyrarbakka.
Hann fluttist með þeim til Eyja 1924.
Ólafur var með þeim á Litla-Hrauni 1924, í Héðinshöfða 1927 og enn 1930, á Vestmannabraut 37, Gunnarshólma 1934, í Stakkholti 1940.
Í æsku og á unglingsárum átti hann sumardvöl á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum.
Hann tók minna vélstjórapróf í Eyjum 1941 og var vélstjóri á bátum í Eyjum.
Hann fluttist á Selfoss 1943 og var bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga og Mjólkurbúi Flóamanna.
Þau Kristín giftu sig 1947, bjuggu á Ásvegi 4 á Selfossi, byggðu húsið við Kirkjuveg 22 þar og bjuggu þar síðan, eignuðust þrjú börn.
Ólafur lést 1987.

Kona Ólafs, (7. júní 1947), var Magnea Kristín Sigurðardóttir frá Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi, f. 13. ágúst 1921. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson bóndi í Víðinesi í Kjalarneshreppi og í Seljatungu, f. 24. mars 1884 á Borg á Mýrum í A-Skaft., d. 10. mars 1951, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 4. júlí 1883 á Kalastöðum í Hvalfjarðarstrandarhreppi, d. 27. desember 1970.
Börn þeirra:
1. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður á Selfossi, f. 25. maí 1948 á Selfossi. I. Maður hennar var Steini Þorvaldsson deildarstjóri, f. 2. nóvember 1948. II. Sambýlismaður er Sigurður Áskell Þorsteinsson, f. 21. nóvember 1953.
2. Sverrir Ólafsson mjólkurfræðingur á Selfossi, f. 4. desember 1949 á Selfossi, d. 10. febrúar 2011. Kona hans var Guðveig Bergsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1950.
3. Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja á Tannstaðabakka í V-Hún., f. 17. maí 1956 á Selfossi. Maður hennar: Skúli Einarsson bóndi, f. 29. maí 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.