Ólafur Björgvin Jóhannesson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2022 kl. 10:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2022 kl. 10:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Björgvin Jóhannesson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Björgvin Jóhannesson frá Breiðabóli á Eyrarbakka, vélstjóri, sjómaður fæddist 18. mars 1930 á Stað þar og lést af slysförum 8. febrúar 1993.
Foreldrar hans voru Jóhannes Sigurjónsson skipstjóri og skipasmiður, f. 18. janúar 1891, d. 4. apríl 1968, og kona hans Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1902, d. 14. nóvember 1972.

Systir Ólafs er Dóra Jóhannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. september 1925 á Stað, d. 25. nóvember 2000. Maður hennar var Ingi Þorbjörnsson frá Kirkjubæ, f. 21. janúar 1931, d. 25. ágúst 2018.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, á Stað og Breiðabóli á Eyrarbakka.
Hann lærði trésmíði, öðlaðist vélstjórnarréttindi.
Ólafur var sjómaður í Eyjum, á ýmsum bátum, t.d. Atla, Reyni, Ísleifi með Bjarnhéðni Elíassyni og Haferninum, með þeim Ingólfi og Sveini Matthíassyni. Hann var einnig á millilandaskipum.
Þau Hjördís giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Eyrarbakka, fluttu til Eyja 1956, bjuggu á Fagrafelli við Hvítingaveg 5 við fæðingu Jóhannesar 1958. Þau fluttu til Reykjavíkur 1969, bjuggu í Gyðufelli 10.
Ólafur reri síðar frá Eyjum. Hann lést á Sjúkrahúsinu 1993 af slysförum.
Hjördís flutti til Eyja um áramótin 2000-2001. Hún lést 2007 á Sjúkrahúsinu.

I. Kona Ólafs, (20. ágúst 1953), var Hjördís Antonsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, skrifstofumaður, f. 17. janúar 1929, d. 5. nóvember 2007.
Börn þeirra:
1. Bjarni Ólafsson sjómaður, matsveinn, f. 13. febrúar 1954, d. 3. desember 2002. Barnsmæður hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Kristín Helga Runólfsdóttir. Kona hans Dagmar Kristjánsdóttir.
2. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Eyjum, f. 24. maí 1958. Kona hans Svanhildur Guðlaugsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.