Ásta Maríusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2021 kl. 12:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2021 kl. 12:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Maríusdóttir.

Ásta Maríusdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 20. febrúar 1918 á Sæbergi og lést 12. maí 2007 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Maríus Jóhannsson sjómaður, f. 5. júní 1891 í Ormskoti u. Eyjafjöllum, d. 1. nóvember 1983, og kona hans Vigdís Eyleif Eyjólfsdóttir frá Múlakoti í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 26. ágúst 1893 í Snjallsteinshöfðahjáleigu (nú Árbakki) í Landsveit, Rang., d. 3. maí 1977.

Börn Vigdísar og Maríusar:
1. Eyþór Elías Maríusson, f. 18. september 1916 í Hlíð, d. sama ár.
2. Ásta Maríusdóttir, f. 20. febrúar 1918 á Sæbergi, d. 12. maí 2007. Maður hennar Páll Valdimarsson, látinn.
3. Elín Maríusdóttir, f. 4. ágúst 1919 í Breiðholti, d. 31. október 2007. Maður hennar Ólafur Björn Guðmundsson.
4. Eyrún Maríusdóttir f. 21. júní 1923 í Reykjavík, d. 18. janúar 1999. Maður hennar Haraldur Pálsson.
5. Már Maríusson, f. 22. apríl 1926 í Reykjavík, d. 29. mars 1936.
6. Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, f. 19. febrúar 1929 í Reykjavík. Maður hennar Jón I. Bjarnason, látinn.
7. Jóhann Már Maríusson, f. 16. nóvember 1935 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Gísladóttir.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku, á Sæbergi og í Breiðholti og flutti með þeim til Reykjavíkur 1920. Hún dvaldi löngum á sumrum í Múlakoti í Fljótshlíð hjá Guðbjörgu afasystur sinni.
Ásta lærði í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni.
Hún vann ýmis störf.
Þau Páll giftu sig 1946, eignuðust eitt barn.
Páll lést 1979 og Ásta 2007.

I. Maður Ástu, (30. maí 1946), var Páll A. Valdimarsson frá Svartárkoti í Bárðardal, S.-Þing, vinnumaður, síðar ráðsmaður á Korpúlfsstöðum, f. 26. september 1898 á Einarsstöðum í S.-Þing., d. 16. ágúst 1979. Foreldrar hans voru Valdimar Guðmundsson vinnumaður, f. 18. september 1866, d. 6. október 1941, og Sigríður Pálsdóttir vinnukona, f. 14. september 1872, d. 15. nóvember 1927.
Barn þeirra:
1. Ingvar Már Pálsson birgðavörður, f. 19. ágúst 1950 í Reykjavík. Barnsmæður hans Bjarney Ragnheiður Finnbogadóttir og Kristjana Huld Júlíusdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.