Ásta Haraldsdóttir (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2018 kl. 18:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2018 kl. 18:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ásta, Unnur, Sigurbjörg og Hannes Haraldsbörn.

Ásta Haraldsdóttir frá Fagurlyst húsfreyja fæddist 28. nóvember 1934 í Garðinum.
Foreldrar hennar voru Haraldur Hannesson skipstjóri, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000, og kona hans Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1911 á Ekru, d. 11. ágúst 1995.

Börn Elínborgar og Haraldar:
1. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1933 á Ekru, d. 23. júlí 2018.
2. Ásta Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1934 í Garðinum.
3. Hannes Haraldsson skipstjóri, f. 4. október 1938 í Garðinum.
4. Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 2. október 1939 í Garðinum, d. 11. júlí 1942.
5. Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1945 í Fagurlyst.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1951, vann ýmiss störf.
Þau Óskar giftu sig 1954, bjuggu á Grímsstöðum til 1976 að undantekinni útilegu í Gosinu, en síðan á Höfðavegi 57.
Óskar lést 1985. Ásta hefur búið á Helgafellsbraut 23b frá 1994.

I. Maður Ástu, (16. október 1954), var Óskar Haraldsson frá Nikhól og Grímsstöðum, netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929, d. 22. ágúst 1985.
Börn þeirra:
1. Haraldur Óskarsson netagerðarmeistari, f. 6. janúar 1955 á Grímsstöðum.
2. Hörður Óskarsson viðskiptafræðingur í Eyjum, fjármálastjóri, aðalbókari, f. 18. ágúst 1957 á Grímsstöðum, d. 16. maí 2015.
3. Elínborg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1958 á Grímsstöðum.
4. Sigbjörn Þór Óskarsson netagerðarmeistari, f. 28. október 1962 á Grímsstöðum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.