Árni Vigfússon (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Vigfússon frá Miðhúsum, síðar í Vesturheimi fæddist 11. júlí 1875 á Miðhúsum.
Foreldrar hans voru Vigfús Einarsson bóndi á Miðhúsum, f. 17. júlí 1838 á Loftsölum í Mýrdal, d. í Vesturheimi, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1834 í Fljótshlíð.

Börn Vigfúsar og Guðrúnar voru:
1. Guðlaugur Vigfússon sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 18. ágúst 1864, d. 4. maí 1942.
2. Sesselja Kristín Vigfúsdóttir, f. 1867. Hún fór til Utah 1891 frá Mandal. Maður hennar vestra var Árni Helgason frá Kornhól.
3. Einar Vigfússon, f. 23. febrúar 1870, d. 2. mars 1870 úr ginklofa.
4. Einar Vigfússon, f. 1. apríl 1872. Hann var vinnumaður í Garðinum 1890, fór til Utah 1892.
5. Árni Vigfússon, f. 11. júlí 1875. Hann fór til Utah 1887 frá Miðhúsum.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, en fór frá Miðhúsum til Utah 1887, 13 ára. Mikill fjöldi Eyjafólks fór til Utah á því ári.
Faðir hans fór Vestur 1888, móðir hans 1889, Sesselja 1891 og Einar 1892.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.