Árni Böðvarsson (Bifröst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. desember 2017 kl. 14:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. desember 2017 kl. 14:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Árni Böðvarsson á Árni Böðvarsson (Bifröst))
Fara í flakk Fara í leit
Árni

Árni Sigurður Böðvarsson fæddist 28. júní 1890 og lést 14. apríl 1975. Hann var rakarameistari og útgerðarmaður.

Eiginkona hans var María Wilhelmína Heilmann Eyvindardóttir, húsmóðir, f. 25.2. 1901, d. 12.12. 1983. Börn þeirra voru:

  • Fríða Sophía Böðvars, f. 19.5. 1921, d. 16.1. 1932.
  • Erna f. 15.12.1922
  • Eyvindur, f. 17.2. 1926,
  • Böðvar, f. 19.5. 1927,
  • Gunnar, f. 11.12. 1928
  • Gottfred, f. 13.12. 1932.

Árni og María fluttust árið 1925 með tvær dætur sínar til Vestmannaeyja og þar fæddust synir þeirra. Þau bjuggu í húsinu Bifröst við Bárustíg. Árið 1940 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu á Seltjarnarnesi til 1951.

Árni átti bátinn Heimi VE-9 frá árinu 1939. Hann flutti með bátinn til Reykjavíkur árið 1946 og átti hann til ársins 1952.

Hann bjó að Grenimel 35 í Reykjavík.

Myndir


Heimildir

  • Gardur.is
  • Minningargreinar Morgunblaðsins