Álfheiður Ósk Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. apríl 2023 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. apríl 2023 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Álfheiður Ósk Einarsdóttir húsfreyja fæddist 28. október 1943 á Bjarmalandi við Flatir 10.
Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson frá Strönd við Miðstræti 9a, sjómaður, trillukarl, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967, og kona hans Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1915 í Keflavík, d. 23. apríl 1954.

Börn Guðrúnar og Einars:
1. Andvana stúlka, f. 1. júlí 1936 á Strönd.
2. Sigurður Gunnar Einarsson, f. 17. júní 1937 í Steinholti, d. 1. júlí 1937.
3. Gylfi Sævar Einarsson bifreiðastjóri á Akureyri, f. 7. apríl 1939 í Steinholti. Kona hans Hrefna Óskarsdóttir.
4. Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, bjó um skeið í Ástralíu, f. 19. júlí 1940 í Steinholti. Fyrrum maður hennar Magnús Karlsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Magnússon.
5. Álfheiður Ósk Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, í Hofsnesi í Öræfum og á Selfossi, f. 28. október 1943 á Bjarmalandi. Fyrrum maður hennar Hafliði Albertsson. Fyrrum maður hennar Sigurður Bjarnason. Maður hennar Ingimundur Smári Björnsson, látinn.
6. Guðrún Sigríður Einarsdóttir Moore húsfreyja, býr í S.-Karólínu í Bandaríkjunum, f. 22. apríl 1954 á Bjarmalandi. Maður hennar T. Moore.

Álfheiður var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Álfheiður var á ellefta árinu.
Þau Hafliði giftu sig 1962, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Smári giftu sig 1982, eignuðust ekki börn saman.
Álfheiður Ósk býr á Selfossi.

I. Maður Álfheiðar, (27. október 1962, skildu), var Hafliði Albertsson úr Reykjavík, sjómaður, verkstjóri, öryggisvörður, f. 25. október 1941, d. 13. júlí 2008.
Barn þeirra:
1. Guðrún Eyja Hafliðadóttir, f. 27. janúar 1963, d. 11. október 1968.

II. Maður Álfheiðar var Sigurður Bjarnason frá Hofsnesi í Öræfum, bóndi, vinnuvélastjóri, f. 12. nóvember 1932, d. 17. janúar 2020.
Börn þeirra:
2. Bjarni Diðrik Sigurðsson á Selfossi, með doktorspróf í skógfræði, prófessor á Hvanneyri, f. 8. mars 1966. Kona hans Anna Jónsdóttir frá Hellu.
3. Einar Rúnar Sigurðsson ferðaþjónustubóndi í Hofsnesi í Öræfum, fer með fólk á Hvannadalshnjúk, f. 26. júlí 1968. Kona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir Matthíassonar.
4. Eyrún Ósk Sigurðardóttir leikskólakennari, býr á Canaryeyjum, f. 17. september 1972. Barnsfaðir hennar Moshe Biton.

II. Maður Álfheiðar, (28. október 1982), var Ingimundur Smári Björnsson frá Laufási í Þorkelshólshreppi, V.-Hún., bifvélavirki, f. 28. apríl 1947, d. 21. ágúst 2009. Foreldrar hans voru Björn Líndal Guðmundsson, f. 8. júlí 1906, d. 12. nóvember 1996 og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 29. mars 1913, d. 29. janúar 1994.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.