Ágústa Traustadóttir (Hásteinsvegi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. nóvember 2022 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. nóvember 2022 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Traustadóttir frá Hásteinsvegi 9, húsfreyja fæddist þar 12. febrúar 1943.
Foreldrar hennar voru Trausti Jónsson frá Mörk við Hásteinsveg, verslunarmaður, bifreiðastjóri, útgerðarmaður, kirkjugarðsvörður, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994, og kona hans Ágústa Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 14. ágúst 1919, d. 27. desember 1989.

Börn Ágústu og Trausta:
1. Haraldur Traustason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. nóvember 1939 í Garðshorni, d. 13. júní 1993. Kona hans er Edda Tegeder.
2. Jón Steinar Traustason, f. 3. desember 1941 á Hásteinsvegi 9, d. 24. febrúar 2018, ókv., barnlaus.
3. Ágústa Traustadóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1943 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar [[Guðmundur Birnir Sigurgeirson.
4. Brynja Traustadóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1944 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar, (skildu), Sigurður Hafsteinsson.
5. Óli Ísfeld Traustason, f. 6. október 1945 á Hásteinsvegi 9. Hann býr í Bandaríkjunum. Kona hans Bonnie Harvey.
6. Steinunn Traustadóttir húsfreyja, f. 14. desember 1948 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar Skarphéðinn H. Einarsson.
7. Ásta Traustadóttir húsfreyja, f. 26. október 1950 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar Sigurður Stefánsson.
8. Trausti Ágúst Traustason, f. 19. mars 1952 á Sjúkrahúsinu, d. 31. október 1969.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað í eitt ár, flutti til Reykjavíkur 1960 og þaðan á Selfoss.
Þau Guðmundur Birnir giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Stekkholti á Selfossi í 50 ár, búa nú við Austurveg 41b þar.

I. Maður Ágústu, (19. október 1963), er Guðmundur Birnir Sigurgeirsson mjólkurfræðingur, f. 31. júlí 1944. Foreldrar hans Sigurgeir Gunnar Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, kaupmaður á Selfossi, f. 18. júlí 1914, d. 28. nóvember 2011, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir frá Háamúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 14. nóvember 1918, d. 24. febrúar 1996.
Börn þeirra:
1. Guðríður Erna Guðmundsdóttir húsfreyja, með verslunarpróf, vann hjá Selfossveitum, blómaskreytingakona, flutti til Noregs, f. 4. mars 1963 í Eyjum, d. 24. september 1999 í Tönsberg. Barnsfaðir hennar Pétur Louisson. Sambúðarmaður hennar Helge Rise frá Oppdal í Noregi.
2. Trausti Guðmundsson tölvufræðingur, býr á Akureyri, f. 24. mars 1964. Barnsmóðir hans Hrönn Arnardóttir. Kona hans Ingibjörg Aradóttir.
3. Sigurgeir Guðmundsson rafeindavirki, tölvufræðingur, býr á Selfossi, f. 3. janúar 1966 í Eyjum. Sambúðarkona hans Soffía G. Kjartansdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Guðríðar Ernu og Sigurgeirs Ingvarssonar..
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.