Yngvi Geir Skarphéðinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Yngvi Geir Skarphéðinsson frá Hamri, skipstjóri fæddist 18. október 1948.
Foreldrar hans voru Skarphéðinn Vilmundarson flugumferðarstjóri, f. 25. janúar 1912 á Lágafelli , d. 28. júlí 1971, og kona hans Margrét Þorgeirsdóttir frá Skel, húsfreyja, f. þar 18. janúar 1921, d. 19. júní 1990.

Börn Margrétar og Skarphéðins:
1. Yngvi Geir Skarphéðinsson skipstjóri, f. 18. október 1948. Kona hans Erla Fanný Sigþórsdóttir.
2. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, starfsmaður hjá LÍN, f. 18. nóvember 1956. Hún var fósturbarn þeirra, bróðurbarn Margrétar. Maður hennar Óðinn Haraldsson.

Yngvi Geir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð vélstjóri 1967 og lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1970.
Yngvi Geir var skipstjóri á Ófeigi III og bátum Vinnslustöðvarinnar, m.a. Kristbjörgu.
Á árunum 1987-1990 bjuggu hjónin í Ólafsvík þar sem Yngvi Geir stjórnaði bátnum Hring frá Ólafsvík.
Þau Erla Fanný giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Bröttugötu 13 til Goss, síðar á Hrauntúni og búa nú á Hásteinsvegi 27.

I. Kona Yngva Geirs, (27. desember 1969), er Erla Fanný Sigþórsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður bæjarins og Póstsins, f. 13. júní 1949 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Svanhvít Yngvadóttir kennari, hárgreiðslumeistari, f. 15. ágúst 1967. Maður hennar Agnar Guðnason.
2. Valgerður Yngvadóttir rafmagnstæknifræðingur frá Danmörku, vinnur hjá Álverinu í Reyðarfirði, f. 23. nóvember 1968. Sambýlismaður hennar Kári Elvar Arnórsson.
3. Skarphéðinn Yngvason brunavörður á Keflavíkurflugvelli, f. 24. apríl 1971. Kona hans Anna Sedorowicz, pólskrar ættar.
4. Fanný Yngvadóttir grunnskólakennari, leikskólakennari í Hafnarfirði, f. 18. maí 1978. Maður hennar Kristján Þórarinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.