Vosbúð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. ágúst 2007 kl. 13:38 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. ágúst 2007 kl. 13:38 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Vosbúð við Strandveg 65. Þar var verslun Helga Benediktssonar. Nafnið mun tengjast því að þeir sem unnu í slippnum á sama tíma og húsið var byggt töluðu um mikla vosbúð þar. Aðrir hafa viljað tengja nafnið við Alfreð Washington Þórðarson. Húsið var reist árið 1925, var lengst af bygginga- og útgerðarverslun sem Helgi Benediktsson rak. Olíufélagið Skeljungur var þar um tíma með skrifstofur en Miðstöðin var þar með verslun og verkstæði til ársins 2006 þegar starfsemin var flutt austar á Strandveginn. Á efri hæðum hússins voru lengst af veiðarfærageymslur en líkamsræktarstöðin Hressó hefur verið þar til húsa um allmörg ár.

Árið 2007 opnar í Vosbúð menningarmiðstöð fyrir ungt fólk.